Auglýsing
kvenfélagið baugur RAGNHILDUR hjaltadóttir grímsey alfreð básar gistiheimilið
Grímsey

Grímsey – sólstöður við heimskautsbaut

Það má segja að jörðin hafi skolfið við komu okkar til Grímseyjar. Flugstöðin á Akureyri nötraði öll þegar við gengum út í vélina frá Norlandair. Það var notalegt og persónulegt þegar flugmaðurinn sneri sér við og bauð alla velkomna, án þess að nota hljóðnemann. Við það urðu allir sultuslakir. Um kvöldið stóðum við hins vegar uppi á sviði og vorum með spjall í fiskihlaðborði og það varð nokkur upplausn í smástund þegar jörðin fór að dansa á ný.

FERÐAST UM ÍSLANDGRÍMSEYÍSLENSKT

Auglýsing

.

Fiskihlaðborð í Félagsheimilinu Múla
Miðgarðakirkja í Grímsey

En það er ekki bara fyrir jarðskjálftana sem ferðin verður eftirminnileg. Grímsey hefur greinilega ekki notið sannmælis í hugum okkar, því að við héldum að þarna væri svo sem bara eyja með grasi. Við héldum að það eina sem væri spennandi væri að vera á sumarsólstöðum við heimskautsbaug.

Strandlengjan er ævintýraland og fuglalífið í björgunum og við tjörnina fyrir ofan bæinn (og reyndar alls staðar á eyjunni) er algjörlega magnað, enda eru ekki einu sinni kettir né hundar, hvað þá minkur eða refur í eyjunni. Þar býr aðeins eitt hrafnapar. Ef ókunnur hrafn nálgast er hann hrakinn á burt með offorsi. Svo þegar ungarnir klekjast út, flytur fjölskyldan niður á meginlandið.

Hugljúfa sönglagastund á magnaðasta tónleikastað sem hægt er að ímynda sér
Gistiheimilið Básar í Grímsey

Í Grímsey eru þrjú gistiheimili. Við bjuggum á Básum, afar snyrtilegu og notalegu gistihúsi. Okkur tókst ekki að prófa veitingahúsið Kríuna, því að við fórum beint á hugljúfa sönglagastund á magnaðasta tónleikastað sem hægt er að ímynda sér og lentum síðan í fiskihlaðborði með eyjarskeggjum á sólstöðuhátíð og balli á eftir í félagsheimilinu Múla, þar sem allir aldurshópar skemmtu sér saman í sátt og samlyndi. Ekta gamaldags sveitaball, eins og best gerist í litlum samfélögum og við skemmtum okkur konunglega.

Kúlan á heimskautsbaugnum*
Vegvísirinn frægi í Grímsey
Stór jarðskjálfti (5,6) reið yfir þegar við stóðum á sviðinu í Félagsheimilinu Múla

Á heimskautsbaugi við sólarlag á sumarsólstöðum

Rúsínan í pylsuendanum var vissulega að standa nákvæmlega á heimskautsbaugi við sólarlag á sumarsólstöðum. Það var ólýsanleg upplifun, en raunar verður sólsetur óvíða fallegra. Það má sannarlega mæla með ferð út í Grímsey ef maður vill komast á sérstakan stað með sérstaklega yndislegri „úti á landi“ stemningu í mannlífinu.

NORLANDAIR flýgur til Grímseyjar
Svo lentum við í partíi og húsráðandinn, hann Gylfi, fór með okkur annan hring, jós úr brunni visku sinnar, sögu eyjarinnar, búskap og sjósókn og bölvaði af og til með til áhersluauka og það var bara krúttlegt, eins og það verður oft hjá hressilegum útgerðarmönnum af gamla skólanum.
Gagga er önnur frá vinstri

Í litlum samfélögum úti á landi eru allir mikilvægir, enda var Gagga sem tekur á móti farþegum á flugvellinum ein af sprautunum í kvenfélaginu Baugi sem sá um fiskihlaðborðið og var svo líka með gistihúsið Bása, þannig að við gátum ekki forðast hana, en það var líka bara lán, því að hún var yndisleg og ekki síður Alfreð maðurinn hennar sem lóðsaði okkur um eyjuna, sýndi okkur ótrúlega fallegt stuðlaberg í hinum og þessum víkum, fuglalífið og rakti fyrir okkur firði og fjöll, enda hefur maður allt Norðurland í fanginu í góðu skyggni.

GRÍMSEY — MIÐGARÐAKIRKJA*KÚLAN Á HEIMSKAUTSBAUGNUMBÁSARVISITAKUREYRI — FERÐAST UM ÍSLAND

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Vinkvennahópur í stelpuferð
Stuð á ballinu

.

FERÐAST UM ÍSLANDGRÍMSEYÍSLENSKT

.