
Hádegishlaðborð á KK restaurant. Þegar ferðafélagar eru orðnir leiðir á að grilla, er góð tilbreyting að fara á hlaðborð, þar sem hver getur borðað eins og hann getur í sig látið. Á KK restaurant hittist fjölskyldan og borðaði saman á hádegishlaðborðinu. Veitingastaðir í Skagafirði virðast hafa tekið sig saman um að bjóða upp á hráefni af svæðinu. Á matseðlinum á KK restaurant má sjá eitt og annað úr héraði. Á hlaðborðinu var skagfirskt lambalæri, mjög góður fiskréttur, súpa, pastaréttir og margt fleira
— KAFFI KRÓKUR — SKAGAFJÖRÐUR — FERÐAST UM ÍSLAND—








KK restaurant
Aðalgata 16, 550 Sauðárkrókur
S. 453 6454
KKrestaurant.is – kaffikrokur@kaffikrokur.is
