Hótel Húsafell – #Ísland

Hótel Húsafell borgarfjörður hálsasveit góður matur giljaböðin Gunnar Trausti ingason Davíð Örn Hákonarson Húsafellshellan íshellir giljaböðin gunnar ingason besta hótel á íslandi iceland hotel best islande
Hótel Húsafell

Hótel Húsafell

Eitt af topp fimm hótelum á Íslandi er klárlega Hótel Húsafell. Frá opnun höfum við reglulega komið þangað og alltaf verið ánægðir.

— HÓTEL HÚSAFELL — ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Ferðaþríeykið; Bergþór, Albert og Páll í matsalnum á Hótel Húsafelli

Það er alltaf gott finnst mér að fara í matseðil dagsins, sérstaklega er spennandi ef um er að ræða „óvissuferð kokksins” Þá er það besta í boði, ferskasta hráefnið.

Ljúffengar veitingar á Hótel Húsafelli

Seinna kvöldið okkar á Húsafelli var Davíð Örn Hákonarson yfirkokkur í eldhúsinu og galdraði fram hvern dásemdarréttinn á fætur öðrum. Þjónninn Gunnar Ingason stjanaði við gestina af stakri ljúfmennsku svo eftir því var tekið, ekki nóg með það, hann gaf sér góðan tíma í að spjalla og útskýra bæði matinn og líka eitt og annað í umhverfinu.

Ljúffengar veitingar á Hótel Húsafelli
Davíð Örn kokkur kom sjálfur með eftirréttina til gestanna og útskýrði þá og spjallaði
Gunnar Trausti þjónninn okkar sem stjanaði við gesti af mikilli ljúfmennsku

Framsýni einkenndi hönnun á hótelinu, auk þess sem það er sérlega glæsilegt og fellur vel inn í umhverfið, er það umhverfisvænt. Hér er sjálfbærni um kalt og heitt vatn og orku og því eftirsótt af umhverfisþenkjandi ferðamönnum.

Hringurinn um Hálsasveit og Hvítársíðu er ekki síður áhugaverður en Gullni hringurinn. Hér er Krauma, jarðböðin (við vatnsmesta hver Evrópu, Deildartunguhver), Geitfjársetrið á Háafelli, Víðgelmir (einn stærsti hraunhellir í heimi), makalaus náttúrufegurð, sögurölt, íshellaferðir, Barnafoss og Hraunfossar, auk alls þess sem Hótel Húsafell hefur upp á að bjóða, sundlaug, golfvöll, Giljaböðin o.m.fl.

HÓTEL HÚSAFELLGILJABÖÐIN — FERÐAST UM ÍSLAND

GÖNGULEIÐIR Í KRINGUM HÚSAFELL GEITFJÁRSETURVÍÐGELMIRSÖGURÖLT UM HÚSAFELL

.

Hægt er að fara í íshelli á Langjökli á laugardögum kl. 12.30 frá Þjónustumiðstöðinni á Húsafelli. Hægt er að bóka á síðu Arctic Adventures eða í 562 7000

Brugðið á leik við Húsafellshelluna
Við Deildartunguhver

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítölsk peru- og möndlukaka

Ítölsk peru- og möndlukaka. Það er notalegt að finna ilminn af nýbökuðu kaffimeðlæti, einhver óútskýrð hlýja sem fylgir því. Peru- og möndlukakan er einföld og góð terta sem allir elska hana. Möndlumjölið gefur ljúffengt bragð sem passar vel með perunum. Kökuna má bera fram heita eða við stofuhita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kakan ennþá mýkri og aðeins hollari. Bökum og bjóðum upp í kaffi

Gráðaostapasta

Gráðaostapasta. Matur er nauðsynlegur til þess að við mannfólkið komumst í gegnum dagsins amstur. Einfaldir fljótlegir pastaréttir heilla alltaf og eru kjörnir í saumaklúbbinn eða við hin ýmsu tækifæri. Þegar ég fór á æfingu á óperunni Mannsröddinni var þessu undurgóði pastaréttur þar á borðum. Níels Thibaud Girerd, sem er hvers manns hugljúfi, kom færandi hendi með gráðaostapasta. Perurnar gefa því ferskan keim en perur og gráðaostur passa afar vel saman.

Lífsgæði og hamingja – Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Við Elísabet Reynisdóttir verðum á Hótel Héraði með fyrirlestur kl 20 í kvöld, fimmtudag.

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.