Vigur og Vesturferðir #Ísland

Gísli Jónsson eyjan vigur í ísafjarðardjúpi kaffimeðlæti þjóðlegt myllan
Vigur í Ísafjarðardjúpi

Vigur og Vesturferðir

Við fórum út í Vigur frá Ísafirði með Vesturferðum og Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar. Lísa Marý var leiðsögumaður, greinargóð, skýr og frábær. Siglingin tók hálftíma og svo fórum við í tveggja tíma göngutúr um eyna, þar sem Lísa Marý sagði frá kennileitum, sögu staðarins, fuglalífi o.s.frv. Krían var í essinu sínu og var það tilefni til mikillar skemmtunar, en allir voru með prik, Páll hins vegar með fínu loðhúfuna, sem ekkert bítur á.

Bergþór, Gísli, Páll og Albert á pallinum við kaffihúsið sem áður var fjós eyjaskeggja

Þá var komið á kaffihúsið til þeirra Gísla Jónssonar og Felicity Aston, þar sem þau höfðu til nýbakaða hjónabandssælu, pönnukökur og kleinur. Að lokum var bærinn skoðaður, Viktoríuhúsið, sem er glæsilegt hús í klassískum stíl. Sumarliði Sumarliðason gullsmiður reisti það um 1860 handa sér og glæsilegu heimasætunni í Vigur, Mörtu Kristjánsdóttur. Samband þeirra entist þó ekki af ýmsum ástæðum, en eftir stendur húsið og þangað er gaman að koma. M.a. hefur verið komið fyrir sýningu um sögu Vigur. Að lokum fór Lísa Marý í gegnum dúntekjuna og hreinsunina. Þetta var einstaklega skemmtilegt síðdegi í sól og blíðu.

Þjóðlegt og gott kaffimeðlæti í fjósinu
Kríunum var alveg sama þó háaldraður veðurfræðingur væri meðal gesta og gerðu árás á hann líka
ÁRÁS!!!!!
í viðbyggingu við Viktoríuhús er margt fróðlegt á veggjum meðal annars myndir af mannlífinu í eynni, listaverk úr mannshári og myndir af ábúendum
Hressandi ganga um kríuvarpið
Viktoríuhús og myllan í Vigur

Lundinn er tignarlegur

VESTURFERÐIRVIKTORÍUHÚSVIGUR —  ÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIRSJÓFERÐIR HAFSTEINS&KIDDÝAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarasulta með engifer

Rabarbarasulta

Rabarbarasulta með engifer. Ó blessað sultutauið sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar. Held ég hafi borðað yfir mig af rabarbarasultu í æsku, eða svona næstum því....  Við Marsibil suðum rabarbarasultu og hún sá um að merkja krukkurnar.

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja. Við brugðum undir okkur betri fætinum og töluðum um borðsiði og fleira við eldhressar kvenfélagskonur í Gnúpverjahreppi. Þær slógu upp alveg stórfínu veisluborði. Þetta var ógleymanleg kvöldstund, skemmtilegar, hláturmildar konur og súpergóðar veitingar. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

SaveSave