Hesteyri í Jökulfjörðum með Hauki Vagns #Ísland

Birna hjaltalín bolungarvík hrólfur vagnsson haukur vagnsson hornstrandir læknishúsið Hesteyri hesteyrarferðir pönnukökur jökulfirðir ísafjarðardjúp. iceland islande  Heldur betur þjóðlegt með kaffinu í Læknishúsinu á Hesteyri: rúgbrauð með reyktum laxi, pönnukökur og hjónabandssæla hesteyrarfjörður
Tví- og ferfætlingar ferjaðir í land. Læknishúsið er fyrir miðri mynd

Hesteyri í Jökulfjörðum

Það er dúndrandi stemning í Hesteyrarferðum Hauks Vagnssonar frá Bolungarvík, en pabbi hans fæddist á Hesteyri. Vagnsbörnin eru landsþekkt fyrir glaðværð og jákvæðni.

Siglingin tekur um klukkutíma og fólk er ferjað í land í gúmmíbát, en það eitt er bráðskemmtilegt ævintýri fyrir marga og var til þess tekið þegar Páll tók stökkið. Haukur segir sögu Hesteyrar, en þar var á árum áður fjölbreytt mannlíf, á lifandi og skemmtilegan hátt. Það er unaðslegt að ganga um þennan náttúrulega blómagarð, þar sem hvönn, kerfill og blágresi eru í aðalhlutverki og fræðast um lífsbaráttuna fyrr á árum, sem stóð allt til ársins 1952.

Heldur betur þjóðlegt með kaffinu í Læknishúsinu á Hesteyri: rúgbrauð með reyktum laxi, pönnukökur og hjónabandssæla

HORNSTRANDAFERÐIR —  ÍSAFJÖRÐUR –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Hróflur bakar pönnukökur fyrir gesti á Hesteyri

Binna Hjaltalín, móðir Vagnsbarnanna, býr í Bolungarvík og er landsfræg fyrir dásamlegar pönnukökur. Í Læknishúsinu tók á móti hópnum Hrólfur Vagnsson sem sat við pönnukökubakstur og uppáhellingar. Og auðvitað var auk þess í boði hjónabandssæla og rúgbrauð með laxi. Enginn vafi er á að pönnukökubakstur er í genunum, því að þær eru jafnar (nákvæmt mál sem passar á pönnuna) og gómsætar.

Ekki nóg með það, heldur sest Hrólfur inn í stofu með ferðalöngum og spilar glæsilega á harmóníku og einnig fyrir fjöldasöng. Bergþór var líka plataður í Sous le ciel de Paris (Yves Montand).

Kirkja var reist á Hesteyri 1899 og þjónað frá Aðalvík. Hesteyrarkirkja var flutt til Súðavíkur árið 1960.
Í stofunni í Læknishúsinu. Haukur, Albert, Bergþór og Páll.
Svo mikill sandur hefur borist á land á Hesteyri síðustu mánuði að bryggjan stendur á þurru
Haukur fer yfir sögu Hesteyrar

Síminn hjá Hauki er 862-2221, netfangið haukur@hornstrandaferdir.is og heimasíðan HORNSTRANDAFERÐIR

HORNSTRANDAFERÐIR —  ÍSAFJÖRÐUR –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.