Vigur og Vesturferðir #Ísland

Gísli Jónsson eyjan vigur í ísafjarðardjúpi kaffimeðlæti þjóðlegt myllan
Vigur í Ísafjarðardjúpi

Vigur og Vesturferðir

Við fórum út í Vigur frá Ísafirði með Vesturferðum og Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar. Lísa Marý var leiðsögumaður, greinargóð, skýr og frábær. Siglingin tók hálftíma og svo fórum við í tveggja tíma göngutúr um eyna, þar sem Lísa Marý sagði frá kennileitum, sögu staðarins, fuglalífi o.s.frv. Krían var í essinu sínu og var það tilefni til mikillar skemmtunar, en allir voru með prik, Páll hins vegar með fínu loðhúfuna, sem ekkert bítur á.

Bergþór, Gísli, Páll og Albert á pallinum við kaffihúsið sem áður var fjós eyjaskeggja

Þá var komið á kaffihúsið til þeirra Gísla Jónssonar og Felicity Aston, þar sem þau höfðu til nýbakaða hjónabandssælu, pönnukökur og kleinur. Að lokum var bærinn skoðaður, Viktoríuhúsið, sem er glæsilegt hús í klassískum stíl. Sumarliði Sumarliðason gullsmiður reisti það um 1860 handa sér og glæsilegu heimasætunni í Vigur, Mörtu Kristjánsdóttur. Samband þeirra entist þó ekki af ýmsum ástæðum, en eftir stendur húsið og þangað er gaman að koma. M.a. hefur verið komið fyrir sýningu um sögu Vigur. Að lokum fór Lísa Marý í gegnum dúntekjuna og hreinsunina. Þetta var einstaklega skemmtilegt síðdegi í sól og blíðu.

Þjóðlegt og gott kaffimeðlæti í fjósinu
Kríunum var alveg sama þó háaldraður veðurfræðingur væri meðal gesta og gerðu árás á hann líka
ÁRÁS!!!!!
í viðbyggingu við Viktoríuhús er margt fróðlegt á veggjum meðal annars myndir af mannlífinu í eynni, listaverk úr mannshári og myndir af ábúendum
Hressandi ganga um kríuvarpið
Viktoríuhús og myllan í Vigur

Lundinn er tignarlegur

VESTURFERÐIRVIKTORÍUHÚSVIGUR —  ÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIRSJÓFERÐIR HAFSTEINS&KIDDÝAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.

Allir geta dansað – líka Bergþór

Allir geta dansað. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og við þáttunum Allir geta dansað. Ég held að þessi þáttaröð hafi hreinlega þjappað okkur Íslendingum saman í bjartsýni og gleði. Allir geta séð sjálfa sig í þeirra sporum, því að þau byrjuðum flest algerlega blaut á bak við eyrun, ég hef m.a.s. hitt karla sem nenna aldrei að horfa á dans og þola ekki raunveruleikaþætti, en þeir hreinlega límast við skjáinn.

Lífsgæði og hamingja – Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Við Elísabet Reynisdóttir verðum á Hótel Héraði með fyrirlestur kl 20 í kvöld, fimmtudag.

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.