Heimabyggð á Ísafirði – heiðarlegasti vert landsins #Ísland

Ferðaþríeykið með Lísbet hinni heiðarlegu á Heimabyggð

Heimabyggð á Ísafirði – heiðarlegasti vert landsins

Heimabyggð í Aðalstræti 22b á Ísafirði er kaffihús með alvöru kaffi, súrdeigsbrauð, frumlegar samsetningar af áleggi, ljúffengar tertur, gott bjórúrval og síðast en ekki síst húmor, Lísbet er bæði kankvís og glettin, en svo er hún líka húsamálari og sést vel á litavali og umhverfinu almennt hvað hún er skapandi. Í fyrsta skipti sem við komum til hennar vorum við ekki vissir hvort hún var að grínast, því að hún sagðist ekki geta mælt með súpu dagsins, en ýmsu öðru. Við urðum að smakka þessa súpu, sem var reyndar dálítið spes á bragðið og þá áttuðum við okkur á því að þetta var ekki grín, heldur hispursleysi og heiðarleiki, sem er bæði skemmtilegur og heimilislegur. En það er kannski einmitt þetta heimilislega og létta andrúmsloft sem er svo notalegt hér.

HEIMABYGGÐ – ÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Frískandi gazpacho súpa með þrenns konar brauði

Í þetta skiptið fengum okkur hins vegar allt aðra súpu, frískandi gazpacho með þrenns konar brauði. Það sem Bergþór er að teygja sig í er brauð með hummus, grilluðu eggaldini, eplasneið, tómatsneið og grilluðum hallumi. Næsta til hægri er með steiktum sveppum og anís, sinnepsfræjum og kúmmíni, spínati og basilmajó. Sú þriðja er með reyktum laxi, spínati, grískri jógúrt frá Örnu, sýrðri gúrku og kokteilberi, kryddað með slug slime.

Súkkulaðiterta og rabarbarapæ

Allt bragðaðist þetta undurvel, en ekki síðri voru rabarabarapæið og súkkulaðitertan. Hjá Lísbet er auðvelt að verða heimagangur, ef maður vill komast í gott skap og borða bragðgóðan mat.

Lísbet með nýbakað súrdeigsbrauð

HEIMABYGGÐ – ÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.