Heimabyggð á Ísafirði – heiðarlegasti vert landsins #Ísland

Ferðaþríeykið með Lísbet hinni heiðarlegu á Heimabyggð

Heimabyggð á Ísafirði – heiðarlegasti vert landsins

Heimabyggð í Aðalstræti 22b á Ísafirði er kaffihús með alvöru kaffi, súrdeigsbrauð, frumlegar samsetningar af áleggi, ljúffengar tertur, gott bjórúrval og síðast en ekki síst húmor, Lísbet er bæði kankvís og glettin, en svo er hún líka húsamálari og sést vel á litavali og umhverfinu almennt hvað hún er skapandi. Í fyrsta skipti sem við komum til hennar vorum við ekki vissir hvort hún var að grínast, því að hún sagðist ekki geta mælt með súpu dagsins, en ýmsu öðru. Við urðum að smakka þessa súpu, sem var reyndar dálítið spes á bragðið og þá áttuðum við okkur á því að þetta var ekki grín, heldur hispursleysi og heiðarleiki, sem er bæði skemmtilegur og heimilislegur. En það er kannski einmitt þetta heimilislega og létta andrúmsloft sem er svo notalegt hér.

HEIMABYGGÐ – ÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Frískandi gazpacho súpa með þrenns konar brauði

Í þetta skiptið fengum okkur hins vegar allt aðra súpu, frískandi gazpacho með þrenns konar brauði. Það sem Bergþór er að teygja sig í er brauð með hummus, grilluðu eggaldini, eplasneið, tómatsneið og grilluðum hallumi. Næsta til hægri er með steiktum sveppum og anís, sinnepsfræjum og kúmmíni, spínati og basilmajó. Sú þriðja er með reyktum laxi, spínati, grískri jógúrt frá Örnu, sýrðri gúrku og kokteilberi, kryddað með slug slime.

Súkkulaðiterta og rabarbarapæ

Allt bragðaðist þetta undurvel, en ekki síðri voru rabarabarapæið og súkkulaðitertan. Hjá Lísbet er auðvelt að verða heimagangur, ef maður vill komast í gott skap og borða bragðgóðan mat.

Lísbet með nýbakað súrdeigsbrauð

HEIMABYGGÐ – ÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.