EKTAIceland #Ísland

EKTA Iceland icelandic food experience
EKTA Iceland

EKTA vísar ferðamönnum á veitingastaði sem bjóða upp á íslenska matarmenningu. EKTA vekur athygli á þeim veitingastöðum sem leggja áherslu á íslenska matarmenningu eða mat úr héraði. Listinn er ekki tæmandi og hægt að senda inn ábendingar um staði.

Með EKTA er markmiðið að auðvelda ferðalöngum, jafnt íslenskum sem erlendum, að finna veitingastaði.

EKTA – Icelandic food experience er Meistaraverkefni Guðnýjar Hilmarsdóttur í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

EKTA — FERÐAST UM ÍSLANDÍSLENSKT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa

Graskerssúpa.  Bergþór Bjarnason hélt glæsilegt matarboð í Frakklandi á dögunum og bauð upp á graskerssúpu í forrétt. „Á þessum árstíma er mikið um grasker eða önnur svipuð fyrirbæri sem við köllum hér ,,courge“ og einhvern tíma þegar ég var að vandræðast yfir því hvað ég ætti að gera við þetta því ég hafði aldrei notað ,,courge“ áður, sá ég uppskrift af gratíni og lærði þannig að undirbúa þetta grænmeti og þróaði þessa súpu" segir Eyjapilturinn Bergþór

Kippo í Helsinki – TripAdvisor

Kippo

Kippo í Helsinki - TripAdvisor. Það er áhugavert að skoða heiminn með því að prófa það sem boðið er upp á matarkyns í mismunandi löndum. Síðustu ár höfum við notað TripAdvisor síðuna mikið. Þar skrifa gestir sjálfir umsagnir og gefa stjörnur. Við vorum að koma heim frá Helsinki og þar notfærðum við okkur TripAdvisor síðuna aftur og aftur.

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk. Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engiferi mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.