EKTAIceland #Ísland

EKTA Iceland icelandic food experience
EKTA Iceland

EKTA vísar ferðamönnum á veitingastaði sem bjóða upp á íslenska matarmenningu. EKTA vekur athygli á þeim veitingastöðum sem leggja áherslu á íslenska matarmenningu eða mat úr héraði. Listinn er ekki tæmandi og hægt að senda inn ábendingar um staði.

Með EKTA er markmiðið að auðvelda ferðalöngum, jafnt íslenskum sem erlendum, að finna veitingastaði.

EKTA – Icelandic food experience er Meistaraverkefni Guðnýjar Hilmarsdóttur í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

EKTA — FERÐAST UM ÍSLANDÍSLENSKT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt ?

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt", hárrétt steikt? Það reynist mörgum erfitt að átta sig á hvenær nautasteikin er „hárrétt" elduð. Það er að segja elduð þannig sem við viljum (eða þeir sem hana borða). Hér er ágætis þumalputtaregla

Verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu hjá nemum í MK

Verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu hjá nemum í MK. Framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi héldu verklega æfingu í vikunni. Við brugðum okkur í betri fötin ásamt nokkrum vinum og þáðum boð þeirra. Eins og við var að búast var þarna allt til fyrirmyndar, fallega lagt á borð, fyrirtaks matur og óaðfinnanleg framleiðsla. Allt gekk þetta fumlaust fyrir sig.