EKTAIceland #Ísland

EKTA Iceland icelandic food experience
EKTA Iceland

EKTA vísar ferðamönnum á veitingastaði sem bjóða upp á íslenska matarmenningu. EKTA vekur athygli á þeim veitingastöðum sem leggja áherslu á íslenska matarmenningu eða mat úr héraði. Listinn er ekki tæmandi og hægt að senda inn ábendingar um staði.

Með EKTA er markmiðið að auðvelda ferðalöngum, jafnt íslenskum sem erlendum, að finna veitingastaði.

EKTA – Icelandic food experience er Meistaraverkefni Guðnýjar Hilmarsdóttur í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

EKTA — FERÐAST UM ÍSLANDÍSLENSKT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi. Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Kartöflusalat með kapers

Kartöflusalat

Kartöflusalat með kapers. Ef ég man rétt þá kemur frumútgáfan frá Jamie Oliver. Þrusugott salat sem hentar með flestum mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af kapers svo ég setti heldur meira af því og eins og eina tsk af kaperssafa með.