Fiskisúpa Halldóru

Fiskisúpa Halldóru halldóra eiríksdóttir matarmikil súpa
Fiskisúpa Halldóru

Fiskisúpa Halldóru

Matarmiklar, bragðmiklar súpur eru í miklu uppáhaldi. Halldóra systir mín útbjó fullan stóran pott af bragðgóðri fiskisúpu og var með Hindberja- og Daimeftirrétt á eftir.

HALLDÓRAFISKURSÚPURFISKISÚPUR

.

Frá vinstri: Anna Valdís, Bergþór, Albert, Einar, Hulda, Vilborg og Halldóra
Frá vinstri: Anna Valdís, Bergþór, Albert, Einar, Hulda, Vilborg og Halldóra

Fiskisúpa Halldóru

1 l vatn
1 dós tómatar
1 lítil krukka salsasósa
Skola krukku og dós með vatni og bæta í grunninn,
2 grænmetistengingar
1 tengingur kjúklingakraftur
2 kúfaðar tsk engifer
2 kúfaðar tsk karrý
2 kúfaðar tsk kumin
salt og pipar
2 dósir kókosmjólk eða 1/2 l rjómi
Soðið saman og smakkað til
500 gr Wok grænmetisblanda bætt í og láta suðuna koma upp
1 kg fiskur t.d. þorskur, keila eða ýsa skorin í netta bita og bætt við súpuna hita rólega upp að suðu, blanda fiskinum varlega saman við alls ekki láta sjóða 500 g afþýddar rækjur og 250-300 grömm surimi í bitum sett í súpuna um leið og hún er borin fram toppuð með vorlauk

Hindberja- og Daim eftirréttur

.

HALLDÓRAFISKURSÚPURFISKISÚPUR

Hindberja- og Daim eftirréttur

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum. Í sumarvinnu minni hef ég vitjað reglulega um silunganet og matreitt nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Þessi aðferð fannst mér best og eiga mjög vel við silunginn. Stundum setti ég nokkrar rúsínur á pönnuna áður en ég bar herlegheitin fram.