Auglýsing
Fiskisúpa Halldóru halldóra eiríksdóttir matarmikil súpa
Fiskisúpa Halldóru

Fiskisúpa Halldóru

Matarmiklar, bragðmiklar súpur eru í miklu uppáhaldi. Halldóra systir mín útbjó fullan stóran pott af bragðgóðri fiskisúpu og var með Hindberja- og Daimeftirrétt á eftir.

HALLDÓRAFISKURSÚPURFISKISÚPUR

.

Frá vinstri: Anna Valdís, Bergþór, Albert, Einar, Hulda, Vilborg og Halldóra
Frá vinstri: Anna Valdís, Bergþór, Albert, Einar, Hulda, Vilborg og Halldóra

Fiskisúpa Halldóru

1 l vatn
1 dós tómatar
1 lítil krukka salsasósa
Skola krukku og dós með vatni og bæta í grunninn,
2 grænmetistengingar
1 tengingur kjúklingakraftur
2 kúfaðar tsk engifer
2 kúfaðar tsk karrý
2 kúfaðar tsk kumin
salt og pipar
2 dósir kókosmjólk eða 1/2 l rjómi
Soðið saman og smakkað til
500 gr Wok grænmetisblanda bætt í og láta suðuna koma upp
1 kg fiskur t.d. þorskur, keila eða ýsa skorin í netta bita og bætt við súpuna hita rólega upp að suðu, blanda fiskinum varlega saman við alls ekki láta sjóða 500 g afþýddar rækjur og 250-300 grömm surimi í bitum sett í súpuna um leið og hún er borin fram toppuð með vorlauk

Hindberja- og Daim eftirréttur

.

HALLDÓRAFISKURSÚPURFISKISÚPUR

Hindberja- og Daim eftirréttur

.

Auglýsing