Aðalbláber – aðalbláberjasulta

Aðalbláber rjómi hunang ber berjamó bláber íslensk ber krækiberjavín skálholt messuvín hallgerður gísladóttir íslensk matarhefð íslenskur matur ber og rjómi
Aðalbláber með rjóma og hunangi

Aðalbláberjasulta

Mikið óskaplega eru aðalbláber góð. Í bók Hallgerðar Gísladóttur, Íslensk matarhefð, kemur fram að samkvæmt íslensku þjóðveldislögunum mátti tína ber upp í sig á eignarhaldii annarra en það varðaði sektum að tína þau og flytja burtu. Þar kemur einnig fram að krækiberjavín var bruggað í Skálholti snemma á öldum, sennilega vegna skorts á innfluttu messuvíni.
Það er afbragðsgott að borða aðalbláber með rjóma

AÐALBLÁBERBLÁBER

.

Aðalbláberjasulta

1 kg aðalbláber

550 – 600 g sykur

örlítið vatn

1/3 tsk salt

1 tsk sítrónusafi

Setjið allt í pott og sjóðið í um 15 mín, án loks. Merjið með kartöflupressu og sjóðið áfram í um 5 mín. Setjið í tandurhreinar krukkur og lokið þeim strax. Kælið.

— AÐALBLÁBER —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Haldið á léttvínsglasi

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi. Það er frekar auðvelt að muna hvernig við höldum á hvítvíns- og rauðvínsglasi en gott að rifja upp reglulega: Við höldum um stilkinn á glasinu. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður kámugt. Sérfræðingarnir og atvinnusmakkararnir halda stundum um fótinn á glasinu.

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.