
Aðalbláberjasulta
Mikið óskaplega eru aðalbláber góð. Í bók Hallgerðar Gísladóttur, Íslensk matarhefð, kemur fram að samkvæmt íslensku þjóðveldislögunum mátti tína ber upp í sig á eignarhaldii annarra en það varðaði sektum að tína þau og flytja burtu. Þar kemur einnig fram að krækiberjavín var bruggað í Skálholti snemma á öldum, sennilega vegna skorts á innfluttu messuvíni.
Það er afbragðsgott að borða aðalbláber með rjóma
— AÐALBLÁBER — BLÁBER —
.
Aðalbláberjasulta
1 kg aðalbláber
550 – 600 g sykur
örlítið vatn
1/3 tsk salt
1 tsk sítrónusafi
Setjið allt í pott og sjóðið í um 15 mín, án loks. Merjið með kartöflupressu og sjóðið áfram í um 5 mín. Setjið í tandurhreinar krukkur og lokið þeim strax. Kælið.
.