Aðalbláber – aðalbláberjasulta

Aðalbláber rjómi hunang ber berjamó bláber íslensk ber krækiberjavín skálholt messuvín hallgerður gísladóttir íslensk matarhefð íslenskur matur ber og rjómi
Aðalbláber með rjóma og hunangi

Aðalbláberjasulta

Mikið óskaplega eru aðalbláber góð. Í bók Hallgerðar Gísladóttur, Íslensk matarhefð, kemur fram að samkvæmt íslensku þjóðveldislögunum mátti tína ber upp í sig á eignarhaldii annarra en það varðaði sektum að tína þau og flytja burtu. Þar kemur einnig fram að krækiberjavín var bruggað í Skálholti snemma á öldum, sennilega vegna skorts á innfluttu messuvíni.
Það er afbragðsgott að borða aðalbláber með rjóma

AÐALBLÁBERBLÁBER

.

Aðalbláberjasulta

1 kg aðalbláber

550 – 600 g sykur

örlítið vatn

1/3 tsk salt

1 tsk sítrónusafi

Setjið allt í pott og sjóðið í um 15 mín, án loks. Merjið með kartöflupressu og sjóðið áfram í um 5 mín. Setjið í tandurhreinar krukkur og lokið þeim strax. Kælið.

— AÐALBLÁBER —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."