Fiskisalat – einfalt, fljótlegt og hollt
Hef að undanförnu fylgt fjögurra vikna matarprógrammi frá Betu Reynis næringarfræðingi, sem gengur út á að hafa stjórn á blóðsykri. Hugmyndin er að blóðsykurinn verði jafnari, bólgur minnki, aukin orka, og þyngdartap fyrir þau sem þurfa.
„Það er búið að ganga vel. Það var svolítið erfitt að ná taktinum, það er gert ráð fyrir að maður borði morgunmat, hádegismat og kvöldmat, og ég er ekki vanur að borða morgunmat. Þannig að ég þurfti að hugsa aðeins upp á nýtt, en það kom alveg mjög fljótt. Þetta er góður og fjölbreyttur matur,“ segir Albert.
Hann segir að mataræðið samanstandi af alls konar kjöti, grænmeti en mjög lítið er af kolvetnum. Mataræðið myndi flokkast sem lágkolvetnamataræði en ekki ketó þar sem hann borðar stundum ávexti eins og mangó, perur og epli. Albert segir að sér líði ótrúlega vel eftir viku á þessu fæði, þrátt fyrir að hafa dottið í sukkið í kaffiboði á sunnudeginum. Hann ætlar að halda ótrauður áfram. „Ég féll á sunnudaginn. Það var kökuboð, það var bara þannig,“ segir hann og hlær.*
.
— NÁMSKEIÐIÐ — FISKUR — FISKUR Í OFNI — – SALÖT — FISKSALÖT — KÍNÓA — BETA REYNIS —
.
Fiskisalat – einfalt, fljótlegt og hollt.
100-200 g soðinn þorskur (eða annar soðinn fiskur)
1 b soðið kínóa
1/2-1 b léttsoðið grænmeti, t.d. spergilkál, gulrætur og
blaðlaukur
2-3 msk mæjónes (ef þið eruð í stuði er uppskrift hér að neðan)
Blandið öllu saman og kryddið með smá chili, salti og pipar
Mæjónes
2 eggjarauður
1/3 tsk Dijon sinnep
2 dl (virgin)ólífuolía
1 tsk sítrónusafi
1 msk edik
salt (og pipar)
Setjið eggarauður í matvinnsluvél, hellið olíunni smám saman út og hafið vélina í gangi allan tímann. Bætið við sinnepi, sítrónusafa, ediki og bragðbætið með salti (og pipar).
— NÁMSKEIÐIÐ — FISKUR — FISKUR Í OFNI — – SALÖT — FISKSALÖT — KÍNÓA — BETA REYNIS —
— FISKISALAT – EINFALT FLJÓTLEGT —
*Viðtal við DV