
Fiskisalat – einfalt, fljótlegt og hollt
Kínóa er ótrúlega hollt og næringarríkt. Svo er það bæði trefja- og próteinríkt og inniheldur allar níu amínósýrurnar sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Kínóa inniheldur B og E-vítamín, auk steinefna á borð við járn, magnesíum og sink.
Að sameina kínóa og feitan, hollan fisk í eina máltíð er dásamleg leið til að fá fjölbreytta og ljúffenga næringu.
.
— NÁMSKEIÐIÐ — FISKUR — FISKUR Í OFNI — – SALÖT — FISKSALÖT — KÍNÓA —
.
Fiskisalat – einfalt, fljótlegt og hollt.
100-200 g soðinn þorskur (eða annar soðinn fiskur)
1 b soðið kínóa
1/2-1 b léttsoðið grænmeti, t.d. spergilkál, gulrætur og
blaðlaukur
2-3 msk mæjónes (ef þið eruð í stuði er uppskrift hér að neðan)
Blandið öllu saman og kryddið með smá chili, salti og pipar
Mæjónes
2 eggjarauður
1/3 tsk Dijon sinnep
2 dl (virgin)ólífuolía
1 tsk sítrónusafi
1 msk edik
salt (og pipar)
Setjið eggarauður í matvinnsluvél, hellið olíunni smám saman út og hafið vélina í gangi allan tímann. Bætið við sinnepi, sítrónusafa, ediki og bragðbætið með salti (og pipar).

— NÁMSKEIÐIÐ — FISKUR — FISKUR Í OFNI — – SALÖT — FISKSALÖT — KÍNÓA —
— FISKISALAT – EINFALT FLJÓTLEGT —
*Viðtal við DV