Graskerssúpa og þýskt brauð hjá Sigrúnu Pálma

Sigrún Pálmadóttir og Birgir Örn Birgisson tónlistarskóli ísafjarðar Graskerssúpa þýskt gerbrauð þarf ekki að hnoða Bolungavík bolungarvík skyrkaka skyrterta haustsúpa ísafjörður súpa graskerssúpa
Sigrún Pálmadóttir og Birgir Örn Birgisson

Graskerssúpa og þýskt brauð hjá Sigrúnu Pálma

Sigrún Pálmadóttir, óperusöngkona og aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, hefur gaman af því að stússast í mat, eins og eðlilegt má teljast um óperusöngvara. Ekki síður að tala um mat!

Hjónin Sigrún og Birgir bjuggu mörg ár í Bonn í Þýskalandi þar sem hún söng við óperuna. Birgir er Ísfirðingur en Sigrún Bolvíkingur og þau eru nýflutt til Ísafjarðar frá Bolungarvík. Í haustblíðunni buðu þau okkur Bergþóri í nýja, fallega húsið sitt. Á borðum var þessi líka ljómandi góða graskerssúpa undir þýskum áhrifum, þýskt skorpubrauð og skyrterta á eftir. Þar sem þau eru einstaklega þægileg, sátum við e.t.v. helst til lengi, en vonum að þau fyrirgefi okkur það.

.

ÍSAFJÖRÐURBOLUNGARVÍKGRASKERSÚPURSKYRTERTURÞÝSKALANDBRAUÐKURTEISI

.

Graskerssúpa

Graskerssúpa

4 Butternut squash grasker hvert (ca 4 kg samtals)
4 rapunzel grænmetisteningar
smá salt
2 tsk cumin
2 tsk karrý
9 cm engiferrót
6-8 hvítlauksgeirar
2 dl kókosmjólk

Allt soðið í c.a. 10 mín eða þangað til það er orðið mjúkt, ekki of mikið vatn svo súpan verði þykk og góð. Að suðu lokinni er allt sett í blandara og að lokum smakkað til með rjóma.
Borið fram með beikonteningum, graskersfræjum, vorlauk og rifnum osti eða parmeggiano.

 

Þýskt skorpubrauð sem þarf ekki að hnoða

Þýskt skorpubrauð – (þarf ekki að hnoða)

4 bollar hveiti
1 1/4 tsk salt
1/4 tsk ger
2 bollar vatn
1 msk hunang (meira eftir smekk)

Allt sett í skál, hrært saman með sleif og látið hefast við stofuhita í 12 klst.
Gott er að setja vel af hveiti yfir deigið áður en það fer að hefast.
Eftir c.a. 12 klst er innihaldinu helt á bökunarskúffuna og formað að vild.
(Ég set smá hveiti yfir áður en ég set deigið í ofninn)
bakað við 250-270°C í 15 mín (til að fá skorpuna) og svo við 200°C í c.a. 45 mín.

Þýskt skorpubrauð sem þarf ekki að hnoða
Sigrún hellir graskerssúpunni í tarínu

 

Skyrkaka mömmu

Skyrkaka mömmu

Heill Lu kexpakki – mulinn
500 gr skyr (ég nota vanillu)
3 dl þeyttur rjómi.
ávextir eftir smekk hvers og eins

Kexmulningur settur í form, skyrinu og rjómanum blandað saman og sett ofan á og toppað með ávöxtum.

Kaffi með skyrkökunni

🌸

ÍSAFJÖRÐURBOLUNGARVÍKGRASKERSÚPURSKYRTERTURÞÝSKALANDBRAUÐKURTEISI

— GRASKERSSÚPA OG ÞÝSKT BRAUÐ HJÁ SIGRÚNU PÁLMA —

🌸🌸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins