Hvíta kókostertan – mögnuð gæðaterta Marentzu Paulsen

Sweetened Coconut flakes sætt kókosmjöl Hvíta kókostertan, mögnuð gæðaterta frá Marentzu marentza paulsen café flóran flóran bistro færeyjar kókosmjöl
Hvíta kókostertan, mögnuð gæðaterta Marentzu

Hvíta kókostertan

Það er ekki síst Marentzu Poulsen að þakka að líf færðist yfir Grasagarðinn í Reykjavík, þar opnaði hún Kaffi Flóru um aldamótin. Síðan lifnaði yfir Kjarvalsstöðum þegar Marentza tók við kaffihúsinu þar. Hin færeyska ferska Marentza kenndi okkur að borða af jólahlaðborðum, hún leiðbeindi gestum á Hótel Loftleiðum og sagði þeim að fá sér lítið í einu og fara oft.

Margt hef ég lært af Marentzu í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun á Café Nielsen á Egilsstöðum fyrir tuttugu og fimm árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Marentza sker hvítu mögnuðu kókostertuna

MARENTZAFÆREYJAR — KÓKOSMJÖLTERTURKAFFIHÚSHLAÐBORÐMARENGSEGILSSTAÐIR

Hvíta kókostertan

botnar:
3 b hveiti
1 msk lyftiduft
3/4 tsk salt
3/4 b smjör, mjúkt
1 3/4 b sykur
4 stór egg, aðskilin
1 tsk vanilludropar eða vanillu extrakt
1 tsk kókosdropar eða kókos extrakt
tæplega 1 ds ósæt kókosmjólk (400 ml) – restin fer í kremið
1/4 tsk vínsteinsduft (cream of tartar)

Krem
170 g rjómaostur, mjúkur
1/4 b smjör, mjúkt
4 b flórsykur
nokkrar msk ósæt kókosmjólk

200 g sætt gróft kókosmjöl (sjá mynd neðst)
ferskar fjólur eða önnur falleg blóm til skrauts

Botnarnir:
Sigtið hveiti, lyftiduft og salt í stóra skál. Hrærið smjörið í skál með sykrinum þar til það er létt og ljóst. Bætið við einni eggjarauðu í einu og hrærið í á milli. Bætið bragðefnunum saman við. Bætið þurrefnunum og mjólkinni saman við.
Þeytið eggjahvíturnar vel í sér skál og bætið við vínsteinsdufti (má sleppa) þar til eggjahvítan er vel stíf.
Bætið við 1/3 af eggjahvítunum út í og hrærið, bætið síðan restinni saman við deigið

Setjið deigið í tvö 23 cm kökuform klædd með bökunarpappír. Bakið við 180°C 30-40 mín. Látið kólna í formunum.

Kremið:
Hrærið vel saman smjöri og rjómaosti.
Sigtið flórsykur saman við og blandið vel.
Bætið kókosmjólkinni, matseið í einu, þar til kremið er passlega mjúkt.

Setjið annan botninn á kökudisk. Setjið 3/4 b af kreminu á. Dreifið 1/2 b af kókosmjöli yfir. Setjið hinn botninn ofan á.
Smyrjið restinni af kreminu ofan á og á hliðarnar. Setjið restina af kókosmjölinu ofan á og utan á kökuna.
Það er ágætt að setja tertuna saman deginum áður og geyma í ísskáp.
Látið standa í um tvær klst. áður en hún er borin á borð.
Skreytið með fjólum eða öðrum fallegum blómum.

Kókostertan skreytt með fjólum
Sweetened Coconut flakes kókosmjölið fæst í Hagkaup, Costco og örugglega á fleiri stöðum

MARENTZAFÆREYJAR — KÓKOSMJÖLTERTURKAFFIHÚSHLAÐBORÐMARENGSEGILSSTAÐIR

— HVÍTA KÓKOSTERTA MARENTZU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur. Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin.