
Vanillu extrakt ætti að vera til á öllum heimilum. Vanillusykur og vanilludroparnir gömlu góðu komast ekki í hálfkvist við vanillu extract eða extrakt. Þetta er auðvelt að útbúa og kjörið að setja í litlar flöskur og gefa í tækifærisgjafir. Í bókinni The book of spices er sagt að vanilla sé pure, spicy og delicate. Vanilla er annað dýrasta kryddið á markaðnum á eftir saffrani.
— VANILLA — BAKSTUR — EFTIRRÉTTIR —
Vanillu extract
Ein vodkaflaska
10 vanillustangir
Skerið vanillustangirnar eftir endilöngu þannig að þær hangi saman á mjórri endanum. Setjið út í vodkaflöskuna og geymið á dimmum svölum stað. Hristið flöskuna vikulega eða svo. Tilbúð á tveimur mánuðum. Vanillu extrakt geymist lengi lengi.


— VANILLA — BAKSTUR — EFTIRRÉTTIR —
Auglýsing
Hvaða vodka mælir þú með í þetta? Vil ekki eitthvað sem er of mikill spíri.
Hef gert þetta lengii en nota þà “afganga” af jólaísnum (nota þar bara innanúr vanillustönginni) og set í koníak. Bestu vanilludropar 🙂
já! þetta hljómar vel 🙂
Starfsmenn ÁTVR mæltu með Reykja vodka þegar ég bað um bragðlítinn vodka
Ég ætla sko að prófa þetta.
Frábært takk.
´Þetta ætla ég líka að prófa. 🙂
List vel á þetta. Hvaða vodka ætli sé best að nota??
Bragðlítinn vodka. Sjálfur hef ég bæði notað Reykja og Smirnoff og líkað vel
Ég er með 1 líter af vodka hvað á ég að setja margar stangir í hann ?
12-14 stangir. Þú skalt kljúfa þær eftir endilöngu áður en þú setur þær út í vínið
Takk kærlega 🙂
Hefur gert svona og keypti bara ódýran pólskan vodka og veit ekkert hvernig hann er á bragðið! En þetta. Var rosa gott í allt!
Á að fjarlægja vanillustangirnar eftir þessa tvo mánuði?
Ég hef stundum tekið þær úr en ekki alltaf
Við notum tindavodka ï snapsana sem við gerum fyrir jòlin, rifsberja, hunangs og fleiri snapsa. Hann er frekar bragðlïtill og hentar þvi vel.
Comments are closed.