Veislur og borðhald

Hannes Jónsson félagsfræðingur. Vikan 2 tbl. 1966. ruddaskapur áfengi reykingar kurteisi borðsiðir samkvæmissiðir siðfágun kuretiei  rósavín kurteisisreglur sígarettur reykingar matarboð veisla gestrisni
Úr grein Hannesar Jónssonar félagsfræðings sem birtist í Vikunni árið 1966.

Veislur og borðhald

Grundvallarreglan varðandi veislur er sú, að leitast við að velja gestina þannig, að þeir falli vel saman, hafi ánægju af samskiptum hver við annan og þar með af veislunni. Í þessu liggur lykillinn að vel heppnaðri veislu eins og lykillinn að illa heppnaðri og leiðinlegri veislu felst í því að velja saman ósamstætt fólk, sem á erfitt með að blanda geði saman.

Annað meginatriði í þessu sambandi er, að gestirnir eru ekki fyrst og fremst komnir til þess að fá í svanginn heldur til þess að blanda geði við gestina og gestgjfana þeim öllum til gagnkvæmrar ánægju. Þess vegna er það misskilin kurteisi, sem stundum er kallað „gestrisni” hér á landi, þegaar gestgjafinn heldur mat eða kökum eða öðrum veitingum svo mjög að gestunum, að þeir verða að borða meira en þeir í raun og veru kæra sig um til þess að losna við nauðið: bara eina til… Gjörðu svo vel … þetta er ekkert, sem þú borðar … Fáðu þér svolítið af þessu, það er svo gott …” o.s.frv. Þetta blaðskellandi gestrisnisnauð er ekki gestrisni og ekki heldur kurteisi heldur dónaskapur, af því að það er gert svo lítið úr persónuleika gestsins, að hann er ekki talinn dómbær á sitt magamál, sína eigin matarlyst, eða ekki talinn hafa einurð og persónuleika til þess að þora að þiggja samkvæmt löngun sinni það, sem fram er reitt, heldur þurfi að neiða hann til að láta að löngun sinni til að borða meira. þessi dónaskapur, sem gengur undir naninu „gestrisni” hér á landi, er sem betur fer á miklu undanhaldi og fátíðari meðal yngri íslenskra hjóna en eldri.

.

Sé vín haft með mat, þá er hvítvín boðið með fiskinum en rauðvín með kjötinu og er viðkomandi vín skenkt um leið og rétturinn er borinn fram. Stundum er rósavín (Rose) borið fram með ljósu kjöti eins og t.d. kjúklingum, kalkúna- og kálfakjöti.

Ekki þarf að taka það fram, að enginn kurteis gestur drekkur sig áberandi ölvaðan í veislu. Slíkt væri grófasti ruddaskapur. Sama er að segja um tóbak yfir borðum. Það er dónaskapur að reykja yfir matarborði. Þá fyrst, þegar gengið hefur verið frá borði og kaffi er veitt annars staðar, kemur til greina að bjóða eða þiggja sígarettu eða vindil. Einstaka forfallnir tóbaksmenn reyna stöðugt að brjóta þessa sjálfsögðu kurteisisreglu, en þeim verður eðlilega lítið ágengt, enda ekki annað en grófasti ruddaskapur að reyna það með því t.d. að taka upp úr eigin vasa sígarettu og bjóða yfir borðum. Með slíku háttalagi er gróflega gengið á sæmd gestgjafa, sem eðlilega ræður því hvað fram er borið við matarborðið.

Hannes Jónsson félagsfræðingur. Vikan 2 tbl. 1966.

.

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIKURTEISI/BORÐSIÐIRÍSLENSKTMATARBOÐ

— VEISLUR OG BORÐHALD —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.