Auglýsing
Jarðarberjaostaterta mascarpone rjómi vanilla jarðarber jarðaber terta ostaterta ostakaka berjaterta góð með kaffinu einföld einfalt kaffimeðælti
Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta

Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um tertu sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.

Best finnst mér að útbúa jarðarberjafyllinguna og smakka hana til áður en hún fer yfir botninn. Jarðarber eru missæt – þess vegna er enginn sykur gefinn upp í uppskriftinni að fyllingunni. Gott er að hafa mascarpone við stofuhita, þá fer hann síður í kekki.

Auglýsing

OSTATERTURJARÐARBERJARÐARBERJATERTUR

.

Jarðarberjaostaterta

Botn:
120 g smjör, lint
2/3 dl dökkur púðursykur
2 dl hveiti
2 dl möndluflögur
2 msk góð matarolía
1/2 tsk salt.

Hrærið saman smjöri, púðursykri, hveiti, möndluflögum, matarolíu og salti. Setjið í ca 20 cm form og bakið við 175ˆC í 12-14 mín. Látið kólna í forminu.

Fylling:
1 ds mascarpone (við stofuhita)
1 tsk vanilla
1 peli rjómi – þeyttur
2 b. fersk íslensk jarðarber, skorin í fernt

Skraut:
1 b fersk jarðarber
40 g hvítt súkkulaði

Þeytið mascarpone og vanillu í hrærivél. Bætið þeyttum rjóma og blandið vel saman. Setjið jarðarberin allra síðast og hrærið smá stund. Sykrið ef ykkur finnst þurfa.

Setjið botninn á tertudisk og hringinn aftur utan um hann.

Setjið fyllinguna á botninn.

Skraut: Skerið jarðarberin í tvennt og setjið ofan á fyllinguna. Bræðið súkkulaðið í í vatnsbaði og setjið í plastpoka. Stingið gat á pokann með nál og sprautið yfir jarðarberin.

Geymið í ísskáp í amk klst. Losið hringinn frá með hnífi rétt áður en tertan er borin á borð.

.

OSTATERTURJARÐARBERJARÐARBERJATERTUR

JARÐARBERJAOSTATERTA

.