Ofnbakaðir tómatar með parmesan

 

Ofnbakaðir tómatar með parmesan
Ofnbakaðir tómatar með parmesan

Ofnbakaðir tómatar með parmesan

Mikið óskaplega eru tómatar góðir – bæði ferskir og í hina ýmsu rétti. Já svo eru þeir bráðhollir eins og annað grænmeti. Þessir ofnbökuðu tómatar sóma sér vel sem meðlæti eða sér réttur. Við bárum hann fram með gulrótabollum og bankabyggsalati. Aukum grænmetisneysluna – grænmeti alla daga.

TÓMATARPARMESAN

.

Ofnbakaðir tómatar
Ofnbakaðir tómatar með parmesan

Ofnbakaðir tómatar með parmesan

4 tómatar

1/4 b rifinn parmesan ostur

1 msk oreganó

salt og pipar

1-2 msk ólífuolía

Skerið tómatana í tvennt og setjið í eldfast form. Stráið osti yfir þá oreganó, salti, pipar og loks ólífuolíu. Bakið við 210° í um 15 mín.

Ofnbakaðir tómatar með parmesan
Ofnbakaðir tómatar með parmesan

.

— OFNBAKAÐIR TÓMATAR MEÐ PARMESAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarinn er nauðsynlegur – Heimilisblaðið 1939

RabarbariNú, þegar sveskjur, rúsínur og aðrir þurrkaðir ávextir eru ófáanlegir er rabarbarinn mjög nauðsynlegur. Það má geyma rabarbara á margan hátt, t.d. búa til úr honum sultutau eða saft, eins má geyma hann í vatni og búa svo til úr honum smám saman yfir veturinn grauta o. fl.                    -Heimilisblaðið 1939

Soðið rauðkál

Soðið rauðkál. Það er auðvelt að tengja lykt við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna...