Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

 RÚLLUTERTA Valhneturúlluterta, hindberjarjómi, valhnetur, hindber, rúlluterta, kaffimeðlæti Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma
Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og “sparilegar”, En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður “sparilega” en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

RÚLLUTERTURHINDBERRABARBARASULTAVALHNETUR

.

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

250 g sykur
3 egg
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1-2 tsk vanillusykur
50 g hakkaðar valhnetur
1/3 tsk salt

Egg og sykur þeytt  vel þar til ljóst og  þykkt krem. Hveiti lyftiduft og vanillusykur sigtað út í og blandað varlega saman við eggjahræruna með sleikju, sett í ofnskúffu sem klædd hefur verið með bökunarpappír.  Söxuðum valhnetunum og salti dreift yfir og bakað í 225° heitum  ofni í 7-8 mín. Snúið kökunni strax á sykurstráðan bökunarpappír og strjúkið heitan pappírinn með blautum klút þá losnar hann  vel af kökunni. Leggið pappírinn aftur yfir meðan kakan kólnar. Ég legg líka þurrundið viskustykki  þar ofan á til að auðveldara verði að rúlla kökunni upp.

Fylling:

1+3/4 bolli frosin hindber
4 msk.  sykur
Soðið saman og kælt – kakan smurð með þessu
3 dl. rjómi – þeyttur

ca. 3/4 bolli hindber ásamt safanum sem komið hefur þegar berin hafa þyðnað – blandað varlega saman við þeyttann rjómann. Þetta er síðan smurt á kökuna og síðan rúlluð upp.

 Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma
Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

.

RÚLLUTERTURHINDBERRABARBARASULTAVALHNETUR

.

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.