Auglýsing
 RÚLLUTERTA Valhneturúlluterta, hindberjarjómi, valhnetur, hindber, rúlluterta, kaffimeðlæti Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma
Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og “sparilegar”, En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður “sparilega” en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

RÚLLUTERTURHINDBERRABARBARASULTAVALHNETUR

.

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

250 g sykur
3 egg
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1-2 tsk vanillusykur
50 g hakkaðar valhnetur
1/3 tsk salt

Egg og sykur þeytt  vel þar til ljóst og  þykkt krem. Hveiti lyftiduft og vanillusykur sigtað út í og blandað varlega saman við eggjahræruna með sleikju, sett í ofnskúffu sem klædd hefur verið með bökunarpappír.  Söxuðum valhnetunum og salti dreift yfir og bakað í 225° heitum  ofni í 7-8 mín. Snúið kökunni strax á sykurstráðan bökunarpappír og strjúkið heitan pappírinn með blautum klút þá losnar hann  vel af kökunni. Leggið pappírinn aftur yfir meðan kakan kólnar. Ég legg líka þurrundið viskustykki  þar ofan á til að auðveldara verði að rúlla kökunni upp.

Fylling:

1+3/4 bolli frosin hindber
4 msk.  sykur
Soðið saman og kælt – kakan smurð með þessu
3 dl. rjómi – þeyttur

ca. 3/4 bolli hindber ásamt safanum sem komið hefur þegar berin hafa þyðnað – blandað varlega saman við þeyttann rjómann. Þetta er síðan smurt á kökuna og síðan rúlluð upp.

 Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma
Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

.

RÚLLUTERTURHINDBERRABARBARASULTAVALHNETUR

.

.

Auglýsing