Rúna og Mugison með mauksoðið lamba ossobuco

Harissa occo buco Mauksoðið lamba occobuco með kartöflumús Rúna Esradóttir mugison örn egill guðmundsson ísafjörður neðstikaupstaður veisla matarboð
Rúna Esradóttir píanó- og harmóníkukennari með mauksoðið lamba ossobuco. „Ég giskaði á eldunartímann á lærinu, það má vel mæla með að gera pottréttinn daginn áður”

Rúna og Mugison með mauksoðið lamba ossobuco

Er eitthvað notalegra á vetrarkvöldi en lungamjúkt, bragðmikið, hægeldað lambakjöt, sem rennur af beinunum? Í aldagömlu húsi í Neðstakaupstað á Ísafirði buðu ljúflingshjónin Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, og Rúna Esradóttir í lamba Ossobuco sem tók um það bil sólarhring að útbúa. Gjörsamlega sjúklega góður réttur! Þau hjón eru líka einstakir gestgjafar, kunna þá dýru list að búa til létt og afslappað andrúmsloft, án allrar fordildar, þannig að allir slaka á og njóta sín. Yndislegt matarboð!

ÍSAFJÖRÐURLAMBAKJÖTOSSOBUCOHARISSA

.

Mugison, Eldar, Dýri og Rúna
Mauksoðið lamba ossobuco með steinseljurótarmauki

Mauksoðið lamba ossobuco (laktósa og glútenfrír)

Stutt lambalæri skorið á hækil svo að það steikist betur og komist í pottinn, fita snyrt af.
Salt og pipar(svartur grófmalaður og hvítur fínmalaður)
Hálfur bolli glútenfrítt mjöl eins og td quinoa hveiti
4 msk smjörlíki
Ólífuolía
1 hótellaukur eða bufflaukur saxaður
4-5 gulrætur saxaðar
3-4 hvítlauksgeirar saxaðir
2 sellerí saxað
2 msk oregano
5 greinar ferskt timían bundnar saman í spotta
1 msk paprika
1 dós niðursoðnir kirsuberjatómatar (má líka vera venjulegir tónmatar)
2 dósir niðursoðnir saxaðir tómatar
1 dós tómatpurré
3 lárviðarlauf
ca 2 bollar hvítvín (má vera meira eða minna)

Grænmetið og lárviðarlaufin steikt á lágum hita í 15 mín upp úr 2 msk smjörlíki, bætið smá ólífuolíu ef ykkur finnst vanta. Stráið oregano og örlitlu salti/pipar yfir á lokametrunum. Færið yfir í stóran pott.

Strjúkið lærinu með hveitinu, papriku og pipar, steikið á öllum hliðum (þeim hliðum sem hægt er að steikja) á pönnu upp úr 2 msk smjörlíki og 2 msk ólífuolíu. Færið yfir í pottinn ásamt timjanvendinum góða.

Náið upp góðum hita í pottinum og bætið þá hvítvíninu saman við, hrærið eftir bestu getu, lærið er fyrirferðamikið. Því næst tómatpúrran og niðursoðnu tómatarnir. Fyllið upp með vatni og meira hvítvíni ef vill þar til vökvinn rétt nær yfir lærið. Nú er auðveldara að hræra og lærið snýst í hringi í pottinum.
Sjóðið á góðum hita í 1 klst og svo mjög lágum hita í 4-6 klst eða þar til kjötið er orðið laust í sér. Snúið lærinu í pottinum reglulega.
Saltið og piprið eftir smekk.

Með þessu er gott að bera fram steinseljurótarmauk og gremolata

Steinseljurótarmauk:
Tvær steinseljurætur afhýddar og skornar í tvennt, soðnar
Tvær bökunarkartöflur (eða 6 kartöflur) afhýddar og soðnar
Steinseljuræturnar og kartöflurnar maukaðar saman með smá ólífuolíu og salti.

Gremolata:
Steinselja, ein góð lúka eða hálft búnt, söxuð
2 hvítlauksgeirar fínt saxaðir
Sítrónubörkur af einni lífrænt ræktaðri sítrónu
1 góð msk af ólífuolíu- extra virgin

Harissa
1 rauð paprika
1 krukka sólþurrkaðir tónmatar án olíunnar.
2 hvítlauksgeirar (1 ef geirinn er stór)
2 lítil tælensk chilli eða 1 rauður chillipipar fræhreinsuð
Örlítill pipar
Allt maukað vel saman með töfrasprota eða álíka matvinnsluvél.
Bætið vatni og ef til vill smá af olíunni frá sólþurrkuðu tónmötunum ef þurfa þykir.

Harissa er hægt að borða á óteljandi vegu, með pítubrauði, í vefjuna, með grillkjöti/fisk, bæta í súpuna og svo mætti lengi telja.

Njótið 🙂

Harissa er hægt að borða á óteljandi vegu, með pítubrauði, í vefjuna, með grillkjöti/fisk, bæta í súpuna og svo mætti lengi telja.

.

ÍSAFJÖRÐURLAMBAKJÖTOSSOBUCOHARISSA

— LAMBA OSSOBUCO —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.