Pekanhafrakökur

Hafrakökur Pekanhafrakökur glúteinlaust glútenlaust Alexander Dantes Erlendsson dóra emils mötuneyti listaháskólans smákökur kaffimeðlæti hnetur
Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur

Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku – já eða bara snarl milli mála. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Til að toppa allt saman þá eru kökurnar glútenlausar. Sjálfur vil ég ekki hafa hneturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

.

Pekanhafrakökur alexander dantes erlendsson
Uppskriftin kemur frá Dóru í eldhúsi Listaháskólans en myndarpilturinn sem heldur á kökunni heitir Alexander Dantes Erlendsson

Pekanhafrakökur

3 msk chia fræ
1 dl vatn
2 1/2 dl glútenfrítt haframjöl
1 1/4 dl möndlumjöl
1 1/2 dl kókossykur
1 tsk kanill
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2/3 dl möndlusmjör
2 msk ólífuolía/kókosolía
1 1/4 dl pekanhnetur, saxaðar
1 dl trönuber (rúsínur)

Hrærið saman chia og vatni og látið bíða í 15 mín. Setjið allt saman við og hrærið. Mótið litlar kökur með höndunum og bakið við 175° í um 15 mín.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

— PEKANHAFRAKÖKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.