Auglýsing
Hafrakökur Pekanhafrakökur glúteinlaust glútenlaust Alexander Dantes Erlendsson dóra emils mötuneyti listaháskólans smákökur kaffimeðlæti hnetur
Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur

Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku – já eða bara snarl milli mála. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Til að toppa allt saman þá eru kökurnar glútenlausar. Sjálfur vil ég ekki hafa hneturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

.

Pekanhafrakökur alexander dantes erlendsson
Uppskriftin kemur frá Dóru í eldhúsi Listaháskólans en myndarpilturinn sem heldur á kökunni heitir Alexander Dantes Erlendsson

Pekanhafrakökur

3 msk chia fræ
1 dl vatn
2 1/2 dl glútenfrítt haframjöl
1 1/4 dl möndlumjöl
1 1/2 dl kókossykur
1 tsk kanill
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2/3 dl möndlusmjör
2 msk ólífuolía/kókosolía
1 1/4 dl pekanhnetur, saxaðar
1 dl trönuber (rúsínur)

Hrærið saman chia og vatni og látið bíða í 15 mín. Setjið allt saman við og hrærið. Mótið litlar kökur með höndunum og bakið við 175° í um 15 mín.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

— PEKANHAFRAKÖKUR —

.

Auglýsing

4 athugasemdir

  1. Ég heiti Elva Ólafsdottir og vil þakka þér fyrir frábærar uppskriftir og leiðbeiningar sem ´
    þú gefur.
    ‘i síðustu viku bakaði ég brauð sem okkur á heimilinu líkaði mjög vel, en nú get ég ekki fundið hana aftur. Í þessu brauði var spelt, haframjöl vínsteinslyftiduft o.fl..
    Mig minnir að þú hafir kennt það við Steinunni. Langar að baka það aftur ef þú vilt vera svo elskulegur að hjálpa mér um uppskriftina.
    Með kæru þakklæti og ósk um gleðilega páskahátíð. EÓ.

  2. Sæll Albert

    Í þessari uppskrift ertu með 1.5 dl pálmasykur — ef maður er að forðast sykur algerlega — er þá í lagi að sleppa þessu

    Nota engan sykur — og ekki gervisykur heldur

    Þekki ekki pálmasykur — er það ekki samt sykur

    • Já það er í góðu lagi að sleppa honum. Rúsínurnar/trönuberin gefa sætubragð. Ef þú sleppir sykrinum alveg ættirðu að minnka saltið í kökunum. Gangi þér vel í bakstrinum 🙂

Comments are closed.