Pekanhafrakökur

Hafrakökur Pekanhafrakökur glúteinlaust glútenlaust Alexander Dantes Erlendsson dóra emils mötuneyti listaháskólans smákökur kaffimeðlæti hnetur
Pekanhafrakökur

Pekanhafrakökur

Það er nú ánægjulegt að geta fengið sér eina og eina köku með kaffibollanum og með góðri samvisku – já eða bara snarl milli mála. Þær eru sem sagt mjög hollar og afar bragðgóðar. Til að toppa allt saman þá eru kökurnar glútenlausar. Sjálfur vil ég ekki hafa hneturnar of fínt saxaðar, en það er nú smekksatriði eins og svo margt annað.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

.

Pekanhafrakökur alexander dantes erlendsson
Uppskriftin kemur frá Dóru í eldhúsi Listaháskólans en myndarpilturinn sem heldur á kökunni heitir Alexander Dantes Erlendsson

Pekanhafrakökur

3 msk chia fræ
1 dl vatn
2 1/2 dl glútenfrítt haframjöl
1 1/4 dl möndlumjöl
1 1/2 dl kókossykur
1 tsk kanill
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2/3 dl möndlusmjör
2 msk ólífuolía/kókosolía
1 1/4 dl pekanhnetur, saxaðar
1 dl trönuber (rúsínur)

Hrærið saman chia og vatni og látið bíða í 15 mín. Setjið allt saman við og hrærið. Mótið litlar kökur með höndunum og bakið við 175° í um 15 mín.

DÓRA EMILSMÖTUNEYTI LHISMÁKÖKURJÓLIN

— PEKANHAFRAKÖKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðihrákaka – silkimjúk og góð

Súkkulaðihrákaka. Þessi silkimjúka terta bráðnar í munni - ég get lofað ykkur því. Það er eins með þessa köku og svo margar aðrar hrátertur, ef ekki allar, hún verður betri daginn eftir.

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.