Mæjónesið

Mæjónesið mæjónes majones
Það er auðvelt að útbúa gott mæjónes

Mæjónes

Gaman að spreyta sig á mæjónesgerð og ekki svo flókið. Best er að nota góða ólífuolíu og hafa eggjarauðurnar við stofuhita (eldhúshita). Ágætt að hafa í huga að ólífuolía er bragðmeiri en ýmsar aðrar olíur. Síðan verður að hella olíunni í hægt í mjórri bunu saman við rauðurnar og hafa hrærivélina á hæstu stillingu.

.

MÆJÓNESSALÖTBRAUÐTERTUR

.

Mæjónes

2 eggjarauður
1/3 tsk Dijon sinnep
2 dl (virgin)ólífuolía eða bragðlítil matarolía
1 tsk sítrónusafi
1 msk edik
salt (og pipar).

Setjið eggarauður í matvinnsluvél, hellið olíunni smám saman út og hafið vélina í gangi allan tímann. Bætið við sinnepi, sítrónusafa, ediki og bragðbætið með salti (og pipar).

.

MÆJÓNESSALÖTBRAUÐTERTUR

— MÆJÓNESIÐ –

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Kínóasalat með appelsínubragði – vegan og alveg bráðhollt

Kínóasalat með appelsínubragði. Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.