Hveitikímkökur

wheat germ hveitikím kím kímkaka hveitikímkaka hvað er hveitikím próteinríkt prótenríkt
Gott er að móta hveitikímkökuna með fingurgómunum og borðhníf.

Hveitikímkökur

Hveitikím er næringarríkur hluti hveitikornsins, það inniheldur mikið magn af vítamínum, steinefnum, próteinum og trefjum. Það er sérstaklega ríkt af E-vítamíni, sem er öflugt andoxunarefni, auk þess að innihalda B-vítamín, járn, magnesíum og sink. Hveitikím getur stuðlað að betri meltingu, styrkt ónæmiskerfið og bætt húðheilsu. Það er auðvelt að bæta hveitikími við mat, eins og morgunkorn, jógúrt eða bakstur, til að auka næringarinnihald daglegs fæðis.

Það er fínt að leika sér aðeins með kryddin, setja sín uppáhalds saman við deigið fyrir bakstur – amk salt. Hveitikímkökur má nota með ostum og í staðinn fyrir brauð undir álegg. Best finnst mér að móta kökuna með fingurgómunum og borðhníf.

.

HVEITIKÍMBAKSTURHVAÐ ER HVEITIKÍM?

.

Hveitikímkaka

3 msk hveitikím.

3 msk vatn

salt

Setjið hveitikím í skál og blandið af vatni saman við, þar til það er orðið að nógu þykku deigi til að forma. Saltið og formið köku. Setjið á smjörpappír og bakið í 175°C ofni í um 25-28 mín.

.

— HVEITIKÍMKÖKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ananassalsa – litfagurt og hollt salat

 

Ananassalsa - litfagurt og hollt salat. Það tekur ekki nema fimmtán mínútur að útbúa þetta holla salat. Sætt ananasbragðið passar vel með kóríander og chili. Salatið hentar með kjúklingaréttum, fiski eða sér með stökkum flögum.

Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa. Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes - en súpan stendur fyllilega undir væntingum. VIBBA-góð sagði ein í vinnunni, súpunni til hróss

Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vinberjaterta

Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka :) Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega góð bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.