Hveitikímkökur
Það er fínt að leika sér aðeins með kryddin, setja sín uppáhalds saman við deigið fyrir bakstur – amk salt. Hveitikímkökur má nota með ostum og í staðinn fyrir brauð undir álegg. Best finnst mér að móta kökuna með fingurgómunum og borðhníf.
.
— HVEITIKÍM — BAKSTUR — HVAÐ ER HVEITIKÍM? —
.
Hveitikímkaka
3 msk hveitikím.
3 msk vatn
salt
Setjið hveitikím í skál og blandið af vatni saman við, þar til það er orðið að nógu þykku deigi til að forma. Saltið og formið köku. Setjið á smjörpappír og bakið í 175°C ofni í um 25-28 mín.
.
.