Gott er að móta hveitikímkökuna með fingurgómunum og borðhníf.
Hveitikímkökur
Hveitikím er einn næringarríkasti hluti hveitikornsins og oft dálítið vanmetinn. Það er stútfullt af vítamínum, steinefnum, próteinum og trefjum og sérstaklega ríkt af E-vítamíni, sem er öflugt andoxunarefni. Þar að auki inniheldur það B-vítamín, járn, magnesíum og sink – allt næringarefni sem styðja við góða meltingu, sterkt ónæmiskerfi og heilbrigða húð.
Mér finnst hveitikím einstaklega skemmtilegt hráefni vegna þess hve auðvelt er að lauma því inn í daglegt fæði. Það fer vel í morgunkorn, jógúrt og alls kyns bakstur – og hér er ein einföld og bragðgóð leið til að nýta það: stökkar hveitikímkökur.
Auglýsing
Það er alveg tilvalið að leika sér aðeins með kryddin og setja sín uppáhalds í deigið – að minnsta kosti salt, en einnig má prófa kryddjurtir eða örlítið pipar. Kökunar eru frábærar með ostum, með ídýfum eða einfaldlega í staðinn fyrir brauð undir álegg. Best finnst mér að móta kökurnar með fingurgómunum og borðhníf – það gefur þeim skemmtilegt, heimilislegt yfirbragð.
Setjið hveitikím í skál og blandið af vatni saman við, þar til það er orðið að nógu þykku deigi til að forma. Saltið og formið köku. Setjið á smjörpappír og bakið í 175°C ofni í um 25-28 mín.