Gott er að móta hveitikímkökuna með fingurgómunum og borðhníf.
Hveitikímkökur
Hveitikím er næringarríkur hluti hveitikornsins, það inniheldur mikið magn af vítamínum, steinefnum, próteinum og trefjum. Það er sérstaklega ríkt af E-vítamíni, sem er öflugt andoxunarefni, auk þess að innihalda B-vítamín, járn, magnesíum og sink. Hveitikím getur stuðlað að betri meltingu, styrkt ónæmiskerfið og bætt húðheilsu. Það er auðvelt að bæta hveitikími við mat, eins og morgunkorn, jógúrt eða bakstur, til að auka næringarinnihald daglegs fæðis.
Það er fínt að leika sér aðeins með kryddin, setja sín uppáhalds saman við deigið fyrir bakstur – amk salt. Hveitikímkökur má nota með ostum og í staðinn fyrir brauð undir álegg. Best finnst mér að móta kökuna með fingurgómunum og borðhníf.
Setjið hveitikím í skál og blandið af vatni saman við, þar til það er orðið að nógu þykku deigi til að forma. Saltið og formið köku. Setjið á smjörpappír og bakið í 175°C ofni í um 25-28 mín.