Hveitikímkökur

wheat germ hveitikím kím kímkaka hveitikímkaka hvað er hveitikím próteinríkt prótenríkt
Gott er að móta hveitikímkökuna með fingurgómunum og borðhníf.

Hveitikímkökur

Hveitikím er næringarríkur hluti hveitikornsins, það inniheldur mikið magn af vítamínum, steinefnum, próteinum og trefjum. Það er sérstaklega ríkt af E-vítamíni, sem er öflugt andoxunarefni, auk þess að innihalda B-vítamín, járn, magnesíum og sink. Hveitikím getur stuðlað að betri meltingu, styrkt ónæmiskerfið og bætt húðheilsu. Það er auðvelt að bæta hveitikími við mat, eins og morgunkorn, jógúrt eða bakstur, til að auka næringarinnihald daglegs fæðis.

Það er fínt að leika sér aðeins með kryddin, setja sín uppáhalds saman við deigið fyrir bakstur – amk salt. Hveitikímkökur má nota með ostum og í staðinn fyrir brauð undir álegg. Best finnst mér að móta kökuna með fingurgómunum og borðhníf.

.

HVEITIKÍMBAKSTURHVAÐ ER HVEITIKÍM?

.

Hveitikímkaka

3 msk hveitikím.

3 msk vatn

salt

Setjið hveitikím í skál og blandið af vatni saman við, þar til það er orðið að nógu þykku deigi til að forma. Saltið og formið köku. Setjið á smjörpappír og bakið í 175°C ofni í um 25-28 mín.

.

— HVEITIKÍMKÖKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann."

Gráðaostapasta

Gráðaostapasta. Matur er nauðsynlegur til þess að við mannfólkið komumst í gegnum dagsins amstur. Einfaldir fljótlegir pastaréttir heilla alltaf og eru kjörnir í saumaklúbbinn eða við hin ýmsu tækifæri. Þegar ég fór á æfingu á óperunni Mannsröddinni var þessu undurgóði pastaréttur þar á borðum. Níels Thibaud Girerd, sem er hvers manns hugljúfi, kom færandi hendi með gráðaostapasta. Perurnar gefa því ferskan keim en perur og gráðaostur passa afar vel saman.

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga útbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.