Hörpudisksveisla

Aron Ottó Jóhannsson hörpudiskur hörpuskel ísafjörður bolungarvík
Aron Ottó Jóhannsson

Hörpudisksveisla

Á Ísafirði býr Aron Ottó Jóhannsson. Að afloknu söngnámi hérlendis hélt hann til Ungverjalands til frekara söngnáms. Vegna Covid hefur Aron verið mest heima síðustu mánuði en stundað námið í gegnum netið.
Köfun er eitt af áhugamálum Arons, hann stingur sér reglulega í sjóinn og tínir hörpudisk.

HÖRPUDISKURÍSAFJÖRÐURFISKURBOLUNGARVÍKUNGVERJALAND

🇭🇺

Aron verkar hörpuskelina. Veiðar á hörpudiski hérlendis hófust árið 1969 frá Bolungarvík, ári síðar fundust gjöful mið í Breiðafirði og hafa langmestar veiðar verið þar. Hörpudiskur er nokkuð algengur í sjónum allt umhverfis Ísland að suðurströndinni undanskilinni. Heimkynni hans eru fyrst og fremst í hörðum malarbotni eða grófum skeljasandsbotni þar sem hann grefur sig niður.

Hörpudiskur í rjómakarrýsósu

Hörpudiskur í rjómakarrýsósu

200 g hörpudiskur
1/2 dl ólífuolía
2 msk. karrý
1/2 gul paprika
1/2 rauð paprika
1 stilkur sellerí
3 stilkar vorlaukur
1 hvítlauksgeiri
2 dl rjómi
salt og pipar

Þerrið hörpudiskinn og steikið í vel heitir olíu í stutta stund á hvorri hlið. Takið til hliðar. Setjið á pönnuna karrý, papriku, sellerí, vorlauk og hvítlauk og léttsteikið. Bætið við rjóma, salti og pipar.
Þykkið dálítið með maizena-mjöli.
Bætið hörpudiskinum saman við.

Grillaður hörpudiskur með hvítlaukssítrónusósu

Grillaður hörpudiskur með hvítlaukssítrónusósu

Hörpudiskur
1 msk sítrónusafi
1 msk maukaður/saxaður hvítlaukur
100 g brætt smjör
1 tsk salt
1 msk söxuð steinselja

Blandið öllu saman, hellið yfir hörpudiskinn eða penslið. Grillið á vel heitu grilli í nokkrar mínútur

Hörpudiskur með pasta

Hörpudiskur í sósu fyrir 4.

Hörpudiskur (8-10 stk á mann)

3-4 msk ólífuolía
salt og pipar
1 msk smjör
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 tsk sítrónusafi
(1msk hvítvín)
1 b soðið pasta

Opnið hörpuskelina og skerið vöðvann úr. Steikið vöðvann í ólífuolíu til að fá góða skorpu, saltið, piprið og takið af pönnunni.
Setjið smjör og hvítlauk á pönnuna og steikið. Bætið við sítrónusafa (og hvítvíni).
Bætið við pasta og loks hörpudiskinum.

Aron kafar eftir hörpudiski

.

HÖRPUDISKURÍSAFJÖRÐURFISKURBOLUNGARVÍKUNGVERJALAND

— HÖRPUDISKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vinberjaterta

Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka :) Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega góð bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts. Um daginn fór ég á fund Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings og vildi athuga hvort ekki væri hægt að rýna í mataræðið. Ekki þannig að neitt sérstakt væri að hrjá mig, síður en svo, ég vildi frekar kortleggja stöðuna og sjá hvað Elísabet læsi út úr henni með það fyrir augum að gera betur og lifa betur og líða enn betur. Á fasbókinni koma við og við myndbönd fyrir og eftir heimsóknir til Betu. Fyrsta skrefið eftir okkar fyrsta hitting var að halda matardagbók. Eftir síðasta fund okkar þá hvatti Elísabet mig til að birta matardagbókina

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave