Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir Imbubrauð ala Olgeir Helgi Teodóra þorsteinsdóttir borgarnes fræbrauð hollustubrauð gerbrauð gerbakstur þurrger
Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Í Borgarnesi búa sönghjónin Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir sem af flestum er þekkt sem Teddó. „Imbu-brauðið er mjög vinsælt á heimilinu, en uppskriftin er frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur með tilbrigðum Olgeirs. Ég geri alltaf rækjusalat fyrir afmæli og dætrunum finnst það ómissandi í mömmuveislur.” segir Teddó.

BORGARNESBRAUР— TEDDÓ OG OLGEIR

.

Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir
Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir með brauðið fyrir framan sig og bananarjómaköku.

Imbubrauð ala Olgeir Helgi

750 ml spelt hveiti (lífrænt ræktað og má blanda saman grófu og fínu að vild)
250 ml fræ (lífrænt ræktuð, blanda saman t.d. graskersfræjum, hörfræjum og sólblómafræjum)
2 msk sjávarsalt (t.d vestfirskt flögusalt)
2 msk þurrger
500 ml volgt vatn

Þurrefni hrærð saman, vatni bætt út í og hnoðað. Látið standa undir loki yfir nótt. Setjið deigið í lokaðan leirpott eða eldfast mót. Bakið við 250˚C í 45 mín. Takið lokið af og bakið áfram í 15 mín. Takið úr pottinum og látið brauðið taka sig á borði, undir viskustykki, í um 30 mín.

Imbubrauð ala Olgeir Helgi
Imbubrauð með rækjusalati

.

BORGARNESBRAUР— TEDDÓ OG OLGEIR

— IMBUBRAUÐ ALA OLGEIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.