Auglýsing
Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir Imbubrauð ala Olgeir Helgi Teodóra þorsteinsdóttir borgarnes fræbrauð hollustubrauð gerbrauð gerbakstur þurrger
Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Í Borgarnesi búa sönghjónin Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir sem af flestum er þekkt sem Teddó. „Imbu-brauðið er mjög vinsælt á heimilinu, en uppskriftin er frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur með tilbrigðum Olgeirs. Ég geri alltaf rækjusalat fyrir afmæli og dætrunum finnst það ómissandi í mömmuveislur.” segir Teddó.

BORGARNESBRAUР— TEDDÓ OG OLGEIR

Auglýsing

.

Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir
Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir með brauðið fyrir framan sig og bananarjómaköku.

Imbubrauð ala Olgeir Helgi

750 ml spelt hveiti (lífrænt ræktað og má blanda saman grófu og fínu að vild)
250 ml fræ (lífrænt ræktuð, blanda saman t.d. graskersfræjum, hörfræjum og sólblómafræjum)
2 msk sjávarsalt (t.d vestfirskt flögusalt)
2 msk þurrger
500 ml volgt vatn

Þurrefni hrærð saman, vatni bætt út í og hnoðað. Látið standa undir loki yfir nótt. Setjið deigið í lokaðan leirpott eða eldfast mót. Bakið við 250˚C í 45 mín. Takið lokið af og bakið áfram í 15 mín. Takið úr pottinum og látið brauðið taka sig á borði, undir viskustykki, í um 30 mín.

Imbubrauð ala Olgeir Helgi
Imbubrauð með rækjusalati

.

BORGARNESBRAUР— TEDDÓ OG OLGEIR

— IMBUBRAUÐ ALA OLGEIR —

.