Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir Imbubrauð ala Olgeir Helgi Teodóra þorsteinsdóttir borgarnes fræbrauð hollustubrauð gerbrauð gerbakstur þurrger
Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Imbubrauð ala Olgeir Helgi

Í Borgarnesi búa sönghjónin Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir sem af flestum er þekkt sem Teddó. „Imbu-brauðið er mjög vinsælt á heimilinu, en uppskriftin er frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur með tilbrigðum Olgeirs. Ég geri alltaf rækjusalat fyrir afmæli og dætrunum finnst það ómissandi í mömmuveislur.” segir Teddó.

BORGARNESBRAUР— TEDDÓ OG OLGEIR

.

Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir
Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir með brauðið fyrir framan sig og bananarjómaköku.

Imbubrauð ala Olgeir Helgi

750 ml spelt hveiti (lífrænt ræktað og má blanda saman grófu og fínu að vild)
250 ml fræ (lífrænt ræktuð, blanda saman t.d. graskersfræjum, hörfræjum og sólblómafræjum)
2 msk sjávarsalt (t.d vestfirskt flögusalt)
2 msk þurrger
500 ml volgt vatn

Þurrefni hrærð saman, vatni bætt út í og hnoðað. Látið standa undir loki yfir nótt. Setjið deigið í lokaðan leirpott eða eldfast mót. Bakið við 250˚C í 45 mín. Takið lokið af og bakið áfram í 15 mín. Takið úr pottinum og látið brauðið taka sig á borði, undir viskustykki, í um 30 mín.

Imbubrauð ala Olgeir Helgi
Imbubrauð með rækjusalati

.

BORGARNESBRAUР— TEDDÓ OG OLGEIR

— IMBUBRAUÐ ALA OLGEIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Vegan – fyrir og eftir

Vegan Before After

Vegan - fyrir og eftir. Nú stendur yfir veganúar, fyrirmyndin er Veganuary.com.  Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.