Súpereinföld og góð laxamús

 

Súpereinföld og góð laxamús LAXASALAT FLATEYRI Eurovision reyktur lax silungur regnbogasilungur Pálínuboð ísfirðingur
Súpereinföld og góð laxamús

Súpereinföld og góð laxamús

Alltaf gaman að vera þátttakandi í Pálínuboðum, sem mætti líka kalla Allir-bjóða-öllum. Það er upplagt að gestir taki þátt með því að leggja með sér í boð eins og Eurovisionveislu. Gleðin í Eurovisionvikunni er orðin meiri en í kringum þjóðhátíðardaginn og verslunarmannahelgina – Gegndarlaus gleði.

EUROVISIONREYKTUR LAXSALÖTFLATEYRIHOLLANDPÁLÍNUBOÐ

Laxamús í upprúlluðum lefsum og á rúgbrauði. Skreytt með rósablöðum og steinselju

Súpereinföld og góð laxamús

1 hluti reyktur lax/silungur (ég notaði regnbogasilung frá Ísfirðingi á Flateyri), 1 hluti rjómaostur og smá sítrónupipar. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

Laxamúsinni var sprautað á rúgbrauðsbita og smurt inn í lefsur sem var rúllað upp og fryst áður en þær voru skornar í sneiðar.

EUROVISIONLAXLAXAMÚS

.

Pálínuboðsveitingarnar
Gegndarlaus Eurovisiongleði. Eurovision er skemmtilegur vorboði. Við hittumst og studdum Daða Frey í Rotterdam í Hollandi.

.

EUROVISIONLAXLAXAMÚS

— SÚPEREINFÖLD LAXAMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskfélagið – áræðni í samsetningu ólíkra hráefna

Fiskfélagið - áræðni í samsetningu ólíkra hráefna.  Það er alltaf gaman að taka áskorun og fara í undraferð í höndum kokkanna. Undirstaðan á Fiskfélaginu er alíslenskt gæðafæði af landi og úr sjó, blönduð kryddjurtum og öðru góðgæti frá öllum hornum heimsins. Framsetning á matnum á Fiskfélaginu er framandi og skemmtilega frumleg. Þjónustan var fimleg og gekk snurðulaust fyrir sig.

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - brosandi góð hollusta. Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina  #lesistmeðþartilgerðumgleraugum