Súpereinföld og góð laxamús

 

Súpereinföld og góð laxamús LAXASALAT FLATEYRI Eurovision reyktur lax silungur regnbogasilungur Pálínuboð ísfirðingur
Súpereinföld og góð laxamús

Súpereinföld og góð laxamús

Alltaf gaman að vera þátttakandi í Pálínuboðum, sem mætti líka kalla Allir-bjóða-öllum. Það er upplagt að gestir taki þátt með því að leggja með sér í boð eins og Eurovisionveislu. Gleðin í Eurovisionvikunni er orðin meiri en í kringum þjóðhátíðardaginn og verslunarmannahelgina – Gegndarlaus gleði.

EUROVISIONREYKTUR LAXSALÖTFLATEYRIHOLLANDPÁLÍNUBOÐ

Laxamús í upprúlluðum lefsum og á rúgbrauði. Skreytt með rósablöðum og steinselju

Súpereinföld og góð laxamús

1 hluti reyktur lax/silungur (ég notaði regnbogasilung frá Ísfirðingi á Flateyri), 1 hluti rjómaostur og smá sítrónupipar. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

Laxamúsinni var sprautað á rúgbrauðsbita og smurt inn í lefsur sem var rúllað upp og fryst áður en þær voru skornar í sneiðar.

EUROVISIONLAXLAXAMÚS

.

Pálínuboðsveitingarnar
Gegndarlaus Eurovisiongleði. Eurovision er skemmtilegur vorboði. Við hittumst og studdum Daða Frey í Rotterdam í Hollandi.

.

EUROVISIONLAXLAXAMÚS

— SÚPEREINFÖLD LAXAMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Albert eldar – blár, svartar og rauðar svuntur á tilboði. Tilvalin gjöf

Albert eldar - blár, svartar og rauðar svuntur. Vantar ódýra jólagjöf sem nýtist vel? Er með nokkrar fallegar svuntur til sölu sem á stendur Albert eldar - alberteldar.com

Verðinu er stillt verulega í hóf: 1.500 + sendingarkostnaður.i

Jólatilboð: 1.200 + sendingarkostnaður

Sendið póst á albert.eiriksson@gmail.com eða skilaboð á fasbókinni

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916