Bananarjómaterta
Í Borgarnesi búa sönghjónin Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir sem af flestum er þekkt sem Teddó. „Bananarjómatertan er alltaf bökuð fyrir afmæli Olgeirs, enda uppáhaldstertan hans. Ég geri alltaf rækjusalat fyrir afmæli og dætrunum finnst það ómissandi í mömmuveislur.”
— BORGARNES — TERTUR — TEDDÓ OG OLGEIR — BANANAR — RÆKJUSALAT —
.
Bananarjómaterta
Brúnn svampbotn:
4 egg
150 g sykur
130 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 msk kakó
Pínu salt
Botnar: Þeytið egg og sykur saman, ljóst og létt. Blandið þurrefnum varlega saman við. Setjið í tvö smurð hringlaga tertuform. Bakið við 180˚C í miðjum ofni í 15-20 mín.
Krem: Þeytið u.þ.b. hálfan lítra af rjóma, stappið 2 meðalstóra banana og bætið út í þeyttan rjómann, setjið á milli botnanna og ofan á. Má skreyta með súkkulaðispænum eða öðru að vild.
.
— BORGARNES — TERTUR — TEDDÓ OG OLGEIR — BANANAR — RÆKJUSALAT —
.