Laxasmáréttir – sumarlegir og bragðgóðir

Laxasmáréttir - sumarlegir og bragðgóðir Sjöfn Þórðardóttir smáréttir fingurmatur fingramatur gúrkusneiðar reyktur lax grafinn lax Hrefna flateyri ísfirðingur
Albert og Sjöfn Þórðardóttir með sumarlega laxasmáréttir fyrir framan sig

Laxasmáréttir – sumarlegir og bragðgóðir

Það getur verið kostur ef tíminn er takmarkaður að velja veitingar sem hægt er að undirbúa með góðum fyrirvara. Rúllur með reyktum eða gröfnum laxi og rjómaostafyllingu eru dæmi um þetta. Laxarúllurnar er gott að útbúa daginn áður og frysta. Best er að skera þær niður hálffrosnar með heitum hníf (látið heitt vatn renna á hann milli skurða). Rúllur með gröfnum laxi eru ekki síðri en þær með reykta laxinum.

LAXGRAFINN LAXREYKTUR LAXSMÁRÉTTIRSJÖFN ÞÓRÐAR

.

Laxasmáréttir – sumarlegir og bragðgóðir

Laxarúlla á gúrkusneið. Leggið filmu á borð. Skerið laxinn í sneiðar (ekki of þunnar. Smyrjið með mjúkum rjómaosti, rúllið upp og frystið.

Lefsusamlokur. Smyrjið lefsur með mæjónesi eða sýrðum rjóma, raðið laxasneiðum á og leggið aðra lefsu yfir. Skerið niður.

Laxarúlla á hveitikímköku. Blandið saman 1 b vatni, 1 b hveitikími, 1/4 tsk salti og 1 tsk af rúgmjöli. Mótið litlar kökur og bakið við 175°C í um 30 mín. Látið kólna.  Leggið filmu á borð. Skerið reyktan eða grafinn lax í sneiðar (ekki of þunnar). Smyrjið með mjúkum rjómaosti, rúllið upp og frystið.

Gráðaostalaxasalat á gúrkusneið. Setjið í matvinnsluvél reyktan lax, rjómaost í matvinnsluvél. Myljið gráðaost saman við, blandið með sleif. Mótið kúlur og setjið ofan á gúrkusneið. Hlutföllin eru frekar frjálsleg: ca 100g lax + 1/2 b rjómaostur + 2 msk gráðaostur.

Fremst er upprúlluð laxasneið með rjómaosti
Í smáréttina var bæði notaður reyktur regnbogi, reyktur og grafinn lax frá Ísfirðingi á Flateyri (ogégfékkekkikrónufyriraðnefnanafiðþeirra)
Uppskriftirnar birtust í Fréttablaðinu

.

LAXGRAFINN LAXREYKTUR LAXSMÁRÉTTIRSJÖFN ÞÓRÐAR

— SUMARLEGIR LAXASMÁRÉTTIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.