Maríutertan góða

Maríuterta bolungavík bolungarvík stefanía birgisdóttir bjarnabúð verslun bjarna eiríkssonar olgeir súkkulaðiterta karamella pekan
Maríutertan góða

Maríutertan góða

Stefanía kaupkona í Bjarnabúð í Bolungarvík var með meiriháttar góða tertu eftir steiktu gellunum – Maríutertu sem vel má mæla með.

STEFANÍA BIRGISDBOLUNGARVÍKTERTUR

.

Olgeir og Stefanía við Verslun Bjarna Eiríkssonar. Það er gríðarlegt úrval í Bjarnabúð og á efri hæðinni er mikið af skjölum og munum frá tíð Bjarna. Það má vel hvetja ættfróða Viðfirðinga til að stoppa í Bjarnabúð og fá leiðsögn Stefaníu um loftið – já og alla til að stoppa í Bjarnabúð þangað er gaman að koma.

Maríuterta, súkkulaðiterta með karamellu og pekan

Botninn

3 egg
3 dl sykur
4 msk smjör
100 g dökkt súkkulaði
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 ½ dl hveiti
Þeytið egg og sykur vel saman. Bræðið súkkulaði og smjör saman og bætið við þeyttu eggin. Blandið hveiti, vanilludropum og salti varlega saman við

Setjið í form og bakið við 180°C í 17-20 mínútur.

Karamella

4 msk smjör
1 dl púðursykur
3 msk rjómi
Setjið í pott og bræðið á vægum hita í þunna karamellu á meðan kakan bakast.

1 ½ poki pekanhnetur, brytjaðar
Kakan er tekin út og pekanhnetunum stráð yfir, og þunnri karamellunni hellt þar yfir. Setjið aftur inn í ofn og bakið í um 17 mínútur til viðbótar við 180°C.

Þá er 1 plata af dökku súkkulaði brytjuð og stráð yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum. Loks er gott að setja fersk ber, t.d. jarðarber, yfir kökuna áður en hún er borin fram. Uppskriftin birtist á Vinotek.is.

Bergþór, Stefanía, Albert og Páll
Maríutertan

.

STEFANÍA BIRGISDBOLUNGARVÍKTERTUR

— MARÍUTERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri

Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri.       Á ferðalagi um landið er áhugavert að stoppa ekki bara í vegasjoppum, þó sjoppur séu ágætar. Viða á minni stöðum er fádæma metnaður í matargerð og oftast matur úr héraði. Með auknum straumi ferðamanna eru fleiri og fleiri staðir opnir allt árið. Verum þakklát fyrir ferðamennina, þeir færa okkur ekki aðeins gjaldeyri, heldur líka fleiri veitingahús, hótel og margt fleira. Einn af þessum metnaðarfullu stöðum við hringveginn er Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Bjart, vingjarnlegt og heimilislegt fjölskyldurekið veitingahús sem vel má mæla með.