Bananamarengsterta
Það voru til óvenju margir bananar sem þurfti að klára. Og ægilega mörg egg. Það var því ákveðið að skella í stóran marengs og fela bananana í rjómanum. Úr varð bananamarengsterta. Í svona tilfellum er auðvitað líka klassískt að baka nokkur bananabrauð og frysta, en fyrst stórum hópi var til að dreifa til að hesthúsa tertunni, var þetta alveg upplagt.
— MARENGS — BANANABRAUÐ — EFTIRRÉTTIR — TERTUR —
.
Bananamarengstertan
Marengs:
12 eggjahvítur
700 g sykur
2 tsk edik
1 tsk salt
1 tsk vanillusykur
Þeytið eggjahvítur fyrst og bætið sykri, ediki, salti og vanilludropum saman við. Þeytið þar til marengsinn haggast ekki í skálinni þó að henni sé snúið við.
Smyrjið á plötu og bakið við 100°C í amk. 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið kólna í honum.
Krem:
12 eggjarauður
300 g flórsykur
100 g smjör
150 g dökkt súkkulaði
Þeytið rauður og flórsykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og blandið saman við.
Samsetning:
Þeytið 1/2 l rjóma, breiðið á marengsinn. Dreifið bananasneiðum jafnt yfir rjómann. Takið skeið og dreifið kreminu yfir kökuna. Ekki nota allt kremið ef það lekur of mikið. Kælið vel.
Þeytið 1/2 l rjóma, breiðið á kökuna. Skreytið með berjum og e.t.v. súkkulaðirúsinum.
.
— MARENGS — BANANABRAUÐ — EFTIRRÉTTIR — TERTUR —
.