Meiriháttar morgungrautur

Morgungrautur Elínar chia chiagrautur Morgungrauturinn með bláberjum, banönum, jarðarberi og sítrónusmjöri árból elín húsavík overnight oats
Morgungrauturinn með bláberjum, banönum, jarðarberi og sítrónusmjöri

Meiriháttar morgungrautur

Á Árbóli á Húsavík fengum við einn þann besta morgungraut sem ég hef lengi fengið. Elín vert var alveg til í að deila uppskriftinni.

HÚSAVÍKHAFRAMJÖLCHIAKASJÚHNETUR

.

Morgungrauturinn með kókos og bláberjum ofan á

Morgungrautur Elínar

3 msk haframjöl
1 tsk chia
1 tsk kasjúhnetur, saxaðar
1/2 smáttsöxuð daðla
smá salt

Setjið í glas, hellið haframjólk svo rétt fljóti yfir, látið standa í ísskáp yfir nótt. Setjið yfir ber, ávexti, kókosmjöl eða annað gott. Uppáhald Elínar eru bananar og hinber og bananar og kókosflögur.

.

HÚSAVÍKHAFRAMJÖLCHIAKASJÚHNETUR

— MEIRIHÁTTAR MORGUNGRAUTUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!

Súkkulaðijólatré frá Fríðu súkkulaðihúsi á Siglufirði

Súkkulaðijólatré frá Fríðu súkkulaðihúsi. Á Siglufirði rekur Fríða Gylfadóttir fyrirmyndar súkkulaðihús og þar má fá allskonar handgert súkkulaði í ýmsum útgáfum. Á dögunum fékk ég þessi fallegu súkkulaðijólatré sem til stendur að geyma til jóla en svona ykkur að segja þá braut ég af og smakkaði - hrikalega gott. Þið getið sent Fríðu skilaboð ef ykkur langar í fallegt og bragðgott súkkulaðijólatré