Auglýsing
Bananamarengsterta Marengsterta með berjum marengs bláber súkkulaðikrem súkkulaðirjómi þeyttur rjómi eftirréttur marengskaka
Bananamarengsterta með súkkulaðirjómakremi, þeyttum rjóma og berjum

Bananamarengsterta

Það voru til óvenju margir bananar sem þurfti að klára. Og ægilega mörg egg. Það var því ákveðið að skella í stóran marengs og fela bananana í rjómanum. Úr varð bananamarengsterta. Í svona tilfellum er auðvitað líka klassískt að baka nokkur bananabrauð og frysta, en fyrst stórum hópi var til að dreifa til að hesthúsa tertunni, var þetta alveg upplagt.

MARENGSBANANABRAUÐEFTIRRÉTTIRTERTUR

.

Bananamarengstertan

Marengs:

12 eggjahvítur
700 g sykur
2 tsk edik
1 tsk salt
1 tsk vanillusykur

Þeytið eggjahvítur fyrst og bætið sykri, ediki, salti og vanilludropum saman við. Þeytið þar til marengsinn haggast ekki í skálinni þó að henni sé snúið við.

Smyrjið á plötu og bakið við 100°C í amk. 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið kólna í honum.

Krem:

12 eggjarauður
300 g flórsykur
100 g smjör
150 g dökkt súkkulaði

Þeytið rauður og flórsykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði og blandið saman við.

Samsetning:

Þeytið 1/2 l rjóma, breiðið á marengsinn. Dreifið bananasneiðum jafnt yfir rjómann. Takið skeið og dreifið kreminu yfir kökuna. Ekki nota allt kremið ef það lekur of mikið. Kælið vel.

Þeytið 1/2 l rjóma, breiðið á kökuna. Skreytið með berjum og e.t.v. súkkulaðirúsinum.

.

MARENGSBANANABRAUÐEFTIRRÉTTIRTERTUR

— BANANAMARENGSTERTA —

.

Auglýsing