Gúrkusamlokur

Gúrkusamlokur gúrka gúrkur samlokur kaffimeðlæti samloka fljótlegt með kaffinu
Gúrkusamlokur

Gúrkusamlokur

Það má nú segja að gúrkusamlokur henti vel hvort sem er á kaffihlaðborð eða sem smáréttur með þegar glösum er lyft í koktelboði. Fólk sem hefur farið í Afternoon tea þekkir vel gúrkusamlokur, þær eru gjarnan á neðsta diski í þriggja hæða diski, efst eru sætir smábitar og í miðjunni oftast skonsur/scoons. Það eru til ýmsar útgáfur. Ýmist flysjar fólk gúrkurnar áður en þær eru skornar niður eða ekki.

AFTERNOON TEASKONSURKOKTELBOÐKAFFIBOÐMÆJÓNES

.

Gúrkusamlokur

Samlokubrauð
Smjör
Mæjónes
Gúrkur

Smyrjið helminginn af brauðinu með smjöri og hinn helminginn með mæjónesi. Skerið gúrkurnar í þunnar sneiðar og raðið þétt á brauðsneiðarnar. Leggið hina brauðsneiðina yfir, skerið skorpuna af og samlokuna loks í bita – t.d. tvisvar horn í horn.

.

AFTERNOON TEASKONSURKOKTELBOÐKAFFIBOÐMÆJÓNES

— GÚRKUSAMLOKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jamie’s Italian á Hótel Borg – stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff

Jamie’s Italian á Hótel Borg - stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff.

Þau sem hafa þrautreynt réttina í bókunum hans Jamie Oliver, þekkja höfundareinkennin strax, sítrónubörkur og stökk brauðmylsna er til dæmis einkennandi, en innblásturinn er frá Sikiley, þar sem Jamie dvaldi þar þegar hann var að undirbúa Jamie’s Italy bókina. En það er auðvitað öðruvísi að láta þjóna sér á svona yndislegum stað og í góðum höndum þjónustufólksins. Þau Andrew (frá Kaliforníu hefur verið hér í 15 mánuði og er ótrúlega duglegur að tala íslensku) og Sigrún voru eins og hugur okkar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur. Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum

Bláberjapæ sem bragðast afar vel

 

Bláberjapæið

Bláberjapæ. Á ferðalagi Sætabrauðsdrengjanna um landið buðu heiðurshjónin Kristján og Ragna í mat. Í eftirrétt var bláberjapæ sem bragðaðist afar vel og var borðað upp til agna (eins og allt hitt sem er borið á borð fyrir drengina).

Fyrri færsla
Næsta færsla