
Gúrkusamlokur
Það má nú segja að gúrkusamlokur henti vel hvort sem er á kaffihlaðborð eða sem smáréttur með þegar glösum er lyft í koktelboði. Fólk sem hefur farið í Afternoon tea þekkir vel gúrkusamlokur, þær eru gjarnan á neðsta diski í þriggja hæða diski, efst eru sætir smábitar og í miðjunni oftast skonsur/scoons. Það eru til ýmsar útgáfur. Ýmist flysjar fólk gúrkurnar áður en þær eru skornar niður eða ekki.
— AFTERNOON TEA — SKONSUR — KOKTELBOÐ — KAFFIBOÐ — MÆJÓNES —
.
Gúrkusamlokur
Samlokubrauð
Smjör
Mæjónes
Gúrkur
Smyrjið helminginn af brauðinu með smjöri og hinn helminginn með mæjónesi. Skerið gúrkurnar í þunnar sneiðar og raðið þétt á brauðsneiðarnar. Leggið hina brauðsneiðina yfir, skerið skorpuna af og samlokuna loks í bita – t.d. tvisvar horn í horn.
.
— AFTERNOON TEA — SKONSUR — KOKTELBOÐ — KAFFIBOÐ — MÆJÓNES —
.