Gúrkusamlokur

Gúrkusamlokur gúrka gúrkur samlokur kaffimeðlæti samloka fljótlegt með kaffinu
Gúrkusamlokur

Gúrkusamlokur

Það má nú segja að gúrkusamlokur henti vel hvort sem er á kaffihlaðborð eða sem smáréttur með þegar glösum er lyft í koktelboði. Fólk sem hefur farið í Afternoon tea þekkir vel gúrkusamlokur, þær eru gjarnan á neðsta diski í þriggja hæða diski, efst eru sætir smábitar og í miðjunni oftast skonsur/scoons. Það eru til ýmsar útgáfur. Ýmist flysjar fólk gúrkurnar áður en þær eru skornar niður eða ekki.

AFTERNOON TEASKONSURKOKTELBOÐKAFFIBOÐMÆJÓNES

.

Gúrkusamlokur

Samlokubrauð
Smjör
Mæjónes
Gúrkur

Smyrjið helminginn af brauðinu með smjöri og hinn helminginn með mæjónesi. Skerið gúrkurnar í þunnar sneiðar og raðið þétt á brauðsneiðarnar. Leggið hina brauðsneiðina yfir, skerið skorpuna af og samlokuna loks í bita – t.d. tvisvar horn í horn.

.

AFTERNOON TEASKONSURKOKTELBOÐKAFFIBOÐMÆJÓNES

— GÚRKUSAMLOKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Búdapest

Matarborgin Búdapest. Kannski kemur höfuðborg Ungverjalands ekki fyrst upp í hugann þegar hugsað er um mat og matarmenningu erlendis, EN hún kemur verulega á óvart, þar má fá fjölbreyttan og þjóðlegan mat frá öllum héruðum Ungverjalands. Alveg ótrúlega góður matur og þeir eru frægir fyrir margt fleira en ungverska gúllassúpu. Systur mínar, Árdís og Vilborg og ég, teiguðum ungverska vorið á dögunum með mömmu og nutum hverrar stundar.  Það var ánægjulegt að upplifa hversu stoltir Ungverjar eru af sínum mat, mjög víða voru ungverskir réttir á boðstólnum í bland við aðra.

Surimi salat

Surimisalat

Surimi salat. Litfagurt og bragðgott salat sem er gott með brauði, sem forréttur á salatblöðum eða með saltkexi í næsta saumaklúbbi. Surimi er fiskafurð upprunin í Asíu en hefur breiðst út um allan heim, einnig nefnt krabbalíki.

Fyrri færsla
Næsta færsla