Auglýsing
Vestfirzkur kræklingur ísafjörður bláskel skel elísabet gunnarsdóttir dýrafjörður faktorshús hæstikaupstaður
Vestfirzkur kræklingur

Vestfirzkur kræklingur

Gestir Faktorshússins í Hæstakaupstað á Ísafirði muna eftir kræklingaréttinum sem sló rækilega í gegn sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir rak það sumar vinsælan matsölustað í Faktorshúsinu, ásamt fjölskyldu og vinum þar sem tónlistin var alltaf nærri. Kræklingurinn sem var eldaður í Faktorshúsinu kom af Ströndum en þessi væni kræklingur var tíndur sama dag í Dýrafirði.

KRÆKLINGURÍSAFJÖRÐURFISKRÉTTIRDÝRAFJÖRÐUR

Auglýsing

.

Stemnningsmyndir frá Faktorshúsinu

Vestfirzkur kræklingur

1 kg ferskur kræklingur
3 hvítlauksrif
2 stórir laukar
6 gulrætur
púrrulaukur
2 rauðar paprika
Hálfur hvítkálshaus (lítill)
6 sveppir (þunnt sneiddir)
1-2 tsk. nýmalaður svartur pipar
Sólblómaolía til steikingar

Grænmetið skorið smátt og steikt í réttri röð í víðum potti
Kræklingnum bætt við í pottinn
250 ml. af vatni hellt yfir og einu glasi af Gewürztraminer hvítvíni

Þegar suðan er komin upp og kræklingurinn hefur opnað sig er fínt skorinni steinselju stráð yfir

Karrýsósa:
Einn hluti mæjónes
Tveir hlutar sýrður rjómi (10%)
Smátt skorinn hvítlaukur
Karrý, eftir smekk

Borið fram með hvítu brauði, skál af fínt skorinni steinselju, karrýsósu og Gewürztraminer
Sósuna má nota á brauðið eða bæta teskeið við í súpuna.

Í Faktorshúsinu

.

— VESTFIRZKUR KRÆKLINGUR —

.