
Sveskjugrautur – hinn eini sanni og alltaf klassískur
Sveskjugrautur
300 g sveskjur
1 l vatn
2-3 msk sykur
1 msk edik
2-3 msk kartöflumjöl
1 dl kalt vatn.
Setjið sveskjur, vatn, sykur og edik í pott og sjóðið í um 15 mínútur. Hrærið sveskjurnar í sundur og takið af hellunni.
Hrærið eða hristið saman kartöflumjöli og vatni og hellið út á. Hellið grautnum í skál og stráið sykri yfir svo ekki myndist skán.
.
.