Sveskjugrautur – hinn eini sanni og alltaf klassískur

Sveskjugrautur - hinn eini sanni og alltaf klassískur grautur grautar eftirréttur
Sveskjugrautur – hinn eini sanni og alltaf klassískur

Sveskjugrautur – hinn eini sanni og alltaf klassískur

Sveskjugrautur

300 g sveskjur
1 l vatn
2-3 msk sykur
1 msk edik
2-3 msk kartöflumjöl
1 dl kalt vatn.

Setjið sveskjur, vatn, sykur og edik í pott og sjóðið í um 15 mínútur. Hrærið sveskjurnar í sundur og takið af hellunni.
Hrærið eða hristið saman kartöflumjöli og vatni og hellið út á. Hellið grautnum í skál og stráið sykri yfir svo ekki myndist skán.

.

— SVESKJUGRAUTUR — 

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Baka með sætum kartöflum

baka

Baka með sætum kartöflum. Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.