Aspassalat og steiktar andabringur

ancho chili Siggi Flosa sigurður flosason vilborg anna björnsdóttir önd andabringur ANDASTEIK dulce de lache chili sósa aspas önd andasteik
Andabringur með dulce de leche chili sósu

Aspassalat og steiktar andabringur

Heiðurshjónin Sigurður Flosason tónlistarmaður og Vilborg Anna Björnsdóttir fararstjóri eru bæði tvö afar áhugasöm um góðan mat og úrvals gestgjafar. Matseðill kvöldsins var undir sterkum áhrifum frá Food & Wine.

ASPASANDASTEIKKJÖTJÓLINGEITAOSTUR

.

Sigurður Flosason og Vilborg Anna Björnsdóttir
Aspargus salat með geitaosti og valhnetum

Aspargus salat með geitaosti og valhnetum.

1 bolli valhnetukjarnar
1 tsk fennelfræ
800 gr aspargus, meðalstór
¼ bolli extra virgin olífu olía
1/2 msk sherry edik
1 vorlaukur, hvíti og ljósgræni parturinn, fínt skorinn
1 msk ferskt estragon, fínt saxað
1 msk fersk minta, fínt söxuð
salt og pipar
100 gr geitaostur, rifinn

Bakið valhnetur létt í ofni. U.þ.b. 8 mín. Látið kólna og brjótið í miðju.

Ristið fennelfræin stutt á pönnu eða þar til þau dökkna örlítið gefa frá sér angan. U.þ.b. 20 sek. Látið kólna og saxið síðan smærra.

Brjótið neðri endana af aspargusstilkunum og hendið. Þeir brotna eðlilega þar sem þeir byrja að verða harðir og trénaðir. Sjóðið efri endana örstutt í potti eða setjið í pott eða á pönnu þar til þeir eru „al dente“ og alls ekki ofeldaðir. Látið kólna eða berið fram volga.

Hrærið eftirfarandi saman í skál: Ólífuolía, edik, vorlaukur, estragon, minta og fennelfræ. Saltið og piprið.

Bætið aspargus og valhnetur út í dressinguna og blandið. Setjið á diska. Saltið og piprið ofurlítið. Dreifið geitaostinum yfir.

Andabringur með dulce de leche chili sósu

Andabringur með dulce de leche chili sósu

4 þurrkaðir ancho chili piparar
½ bolli appelsínusafi
½ bolli kjúklingasoð
½ bolli dulce de leche (niðursoðin mjólk)
3 hvítlauksrif, söxuð
4 andabringur, tiglar skornir í fituna
Salt
Pipar
1 þurrkaður chili pipar
1 tymian grein
3 msk smjör
2 msk sítrónusafi
3-4 msk kóríander

Einn poki spínat

Ancho chili pipararnir snöggsteiktir á þurri pönnu en síðan látir liggja í heitu vatni í 20 mín. Síðan teknir úr og vökvinn geymdur.

Appelsínusafinn soðinn niður um u.þ.b. helming. Síðan settur í matvinnsluvél ásamt soðinu, dulce de leche, chili pipurunum og tæpum bolla af vatninu sem þeir suðu í og 1/3 af hvítlauknum. Allt maukað.

Panna snarphituð. Andabringurnar steiktar með fituhliðina niður í u.þ.b. 10 mín. Síðan snúið, smjöri bætta á pönnuna, tímían greinum og einum chilipipar, 2 msk af smjöri og 2/3 af hvítlauknum. Öndin pensluð örðu hverju. Hér er einnig hægt að setja pönnuna í ofn og elda þar til medium (eða hvernig sem fólk vill hafa hana).

Öndin tekin af pönnunni og látin janfna sig. Mestri fitunni hellt af, hvítlaukur, tymian og chili fjarlægt. Chili blöndunni hellt á pönnuna, 1-2 msk af smöri bætt útí ásamt kóreander. Saltað og piprað.

Öndin skorin, sett á diska og sósan með.
Borið fram með pönnusteiktu spínati.

.

ASPASANDASTEIKKJÖTJÓLINGEITAOSTUR

ASPASSALAT OG STEIKTAR ANDABRINGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."

Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.