Sítrónufrómas Stínu Sölva

Helgi Seljan stína sölva kristín björg jónsdóttir sölvi kristinn jónsson síreksstaðir vopanfjörður fáskrúðsfjörður breiðdalur þorvaldsstaðir sítrónubúðingur frómas búðingur sítrónufrómas sítróna jólaeftirréttur eftirréttur helgi seljan
Sítrónufrómas Stínu Sölva

Sítrónufrómas Stínu Sölva

Á smáréttahlaðborðinu hjá Sölva Kristni á Síreksstöðum á Vopnafirði fékk ég einhvern þann besta sítrónufrómas sem ég hef bragðað. Svo passlega stífur, ekki of sætur og sítrónubraðið hvorki of né van. Í ljós kom að Sölvi notast við uppskrift ömmu sinnar sem við Fáskrúðsfirðingar þekkjum best sem Stínu Sölva, fullu nafni hét hún Kristín Björg Jónsdóttir og var frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal.

„… og viðhafnarveizlur voru hennar sérgrein, að standa fyrir slíku við hátíðarleg tækifæri með rausn og sæmd, þá nutu sín til fulls þeir eðalkostir hennar sem lutu að myndarskap og smekkvísi um leið” skrifar Helgi Seljan í minningargrein um Stínu.

🍋

SÖLVI KRISTINNSÍREKSSTAÐIRVOPNAFJÖRÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBREIÐDALURFRÓMASEFTIRRÉTTIR

🍋

Stína Sölva með Sölva Kristinn

Sítrónufrómas Stínu Sölva

3 matarlímsblöð
75 g sykur
3 egg
1 sítróna
1/2 appelsína
250 ml rjómi

Leggið matarlímið í kalt vatn í nokkar mínútur.
Rífið börkinn af sítrónunni á fínu rifjárni og geymið.
Kreistið sítrónu- og appelsínusafann í lítinn pott. Kreistið vatnið úr
matarlímsblöðunum og setjið þau út í sítrónusafann. Hitið rólega þar til
matarlímið er bráðið. Takið þá pottinn strax af hitanum og látið kólna aðeins.
Aðskiljið eggin og þeytið rauðurnar og sykurinn vel saman. Blandið sítrónuberkinum saman við. Hellið sítrónusafanum smám saman út í og þeytið vel á meðan.
Látið blönduna bíða í smástund, þar til hún er aðeins farin að þykkna.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim gætilega saman við með sleikju.
Þeytið rjómann, takið svolítið frá til skreytingar og blandið afganginum gætilega saman við frómasinn með sleikju.
Hellið frómasinum í fallega skál og kælið í að minnsta kosti 2-3 klst.

🍋

SÖLVI KRISTINNSÍREKSSTAÐIRVOPNAFJÖRÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBREIÐDALURFRÓMASEFTIRRÉTTIR

SÍTRÓNUFRÓMAS STÍNU SÖLVA

🍋

Sítrónufrómas Stínu Sölva

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.