Eplanachos

Eplanachos Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir. þelamörk þelamerkurskóli hörgárdalur epli eplaréttur eplasnakk
Eplanachos sem Ragna Baldvinsdóttir, íþrótta- og heimilisfræðikennari kom með.

Eitt af mörgu góðu sem starfsfólk Þelamerkurskóla galdraði fram í föstudagskaffinu. Alveg sjúklega gott.

🍏

— HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFIEPLI

🍏

Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir.

Eplanachos

Epli skorin í skífur, raðað fallega á platta og sett sítrónu eða limesafi yfir – svo þau haldist fersk.
Súkkulaði, ég notaði suðusúkkulaði með karmellukurli og sjávarsalti, brætt og bætt síðan möndlusmjöri við svo það braðni saman við.
Því hélt yfir eplin og síðan dreift kókosi og ristuðum kókosflögum yfir.
Það er hægt að nota hnetusmjör í staðin fyrir möndlusmjör og síðan er hægt að nota í raun hvaða súkkulaði sem er og setja síðan hvað sem er yfir.

Eplanachos

🍏

— HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFIEPLI

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

Gráðaostapasta

Gráðaostapasta. Matur er nauðsynlegur til þess að við mannfólkið komumst í gegnum dagsins amstur. Einfaldir fljótlegir pastaréttir heilla alltaf og eru kjörnir í saumaklúbbinn eða við hin ýmsu tækifæri. Þegar ég fór á æfingu á óperunni Mannsröddinni var þessu undurgóði pastaréttur þar á borðum. Níels Thibaud Girerd, sem er hvers manns hugljúfi, kom færandi hendi með gráðaostapasta. Perurnar gefa því ferskan keim en perur og gráðaostur passa afar vel saman.