Eplanachos

Eplanachos Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir. þelamörk þelamerkurskóli hörgárdalur epli eplaréttur eplasnakk
Eplanachos sem Ragna Baldvinsdóttir, íþrótta- og heimilisfræðikennari kom með.

Eitt af mörgu góðu sem starfsfólk Þelamerkurskóla galdraði fram í föstudagskaffinu. Alveg sjúklega gott.

🍏

— HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFIEPLI

🍏

Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir.

Eplanachos

Epli skorin í skífur, raðað fallega á platta og sett sítrónu eða limesafi yfir – svo þau haldist fersk.
Súkkulaði, ég notaði suðusúkkulaði með karmellukurli og sjávarsalti, brætt og bætt síðan möndlusmjöri við svo það braðni saman við.
Því hélt yfir eplin og síðan dreift kókosi og ristuðum kókosflögum yfir.
Það er hægt að nota hnetusmjör í staðin fyrir möndlusmjör og síðan er hægt að nota í raun hvaða súkkulaði sem er og setja síðan hvað sem er yfir.

Eplanachos

🍏

— HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFIEPLI

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.