Marengsterta Margrétar

Gerður G. Bjarklind og Albert Marengsterta Margrétar marengs apríkósur rjómi
Marengsterta Margrétar

Marengsterta Margrétar

5 eggjahvítur
2 dl hvítur sykur
Þeytið vel og lengi saman, þar til er orðið létt
Klæðið bökunarplötur með smjörpappír og bakið tvo botna á 150°C í um 50 mín. Kælið

Á milli:
1/2 l rjómi
1 ds ferskjur.
Þeytið rjómann, takið svolítið frá til skrauts, og blandið helmningnum af ferskjunum saman við. Setjið annan marengsbotninn á tertudisk, setjið ferskjurjómann ofan á og loks hinn marengsinn ofan á. Skreytið með restinni af ferskjunum og þeytta rjómanum.
Best er að setja á kökuna um morgun þess dags, sem veizlan er. Kökuna er allt í lagi að baka tveim dögum áður.

GERÐUR G BJARKLINDMARENGSTERTURFERSKJURDÖÐLUTERTURSÚKKULAÐITERTURÚTVARPIÐ

📻

Gerður G. Bjarklind bakaði hina ljúffengu marengstertu Margrétar

📻

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.