Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum bökuð epli úkraína úkraínskur matur. valhnetur apríkósur rúsínur
Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum – Запечені яблука з горіхами, родзинками та курагою

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

Það er alveg ómótstæðilegt þegar þessi girnilegi úkraínski eplaeftirréttur byrjar að ilma úr ofninum, fyllt epli með valhnetu-rúsínu- apríkósublöndu, kanil og vanillu. Þetta er líka alveg dandalafínt með sunnudagskaffinu og við höfðum náttúrlega þeyttan rjóma með. Ætli við séum ekki eina þjóðin, fyrir utan kannski Dani, sem notar rjóma með tertum og eftirréttum sundur og saman. Það er líka hrikalega gott, slurp.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — EPLIVALHNETURKANILLEFTIRRÉTTIRAPRÍKÓSURBÖKUÐ EPLI

🇺🇦

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

3 epli
1/2 dl saxaðar valhnetur
2 msk rúsínur
1 dl saxaðar apríkósur
1 msk hunang
1/2 tsk kanill
1/2 tsk vanilla

Hreinsið kjarnann úr eplunum en skiljið neðsta partinn eftir.
Blandið saman valhnetum, rúsínum, apríkósum, hunangi, kanil og vanillu.
Setjið blönduna í eplin, raðið þeim í eldfast form, hellið 1/2 b af vatni í formið.
Bakið við 180°C þangað til eplin eru orðin mjúk. Ausið safanum yfir eplin einu sinni eða tvisvar á meðan á bökunni stendur.

Til að koma í veg fyrir að eplin yrðu dökk að innan kreisti ég sítrónusafa í þau.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — EPLIVALHNETURKANILLEFTIRRÉTTIRAPRÍKÓSURBÖKUÐ EPLI

OFNBÖKUÐ EPLI

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð.