Úkraínskt páskabrauð – Великодня паска

Paska - Úkraínskt páskabrauð - Великодня паска. Úkraínskt páskabrauð úkraínskur matur frá úkraínu — ÚKRAÍNA  — PÁSKAR -- BRAUÐ -- PÁSKABRAUÐ --
Úkraínskt páskabrauð – Paska – Великодня паска

Paska – Úkraínskt páskabrauð – Великодня паска.

Víða í Evrópu er hefð fyrir sérstöku páskabrauði, brauðin lítið eitt sæt, ýmist með (þurrkuðum) ávöxtum í eða ekki og sum með kremi. Formið á því minnir eilítið á panettone hið ítalska sem margir kannast við. Eins og algent með uppskriftir eru til ýmsar útgáfur af Úkraínaka páskabrauðinu, þessi varð fyrir valinu hjá okkur en við vorum sammála að gott hefði verið að setja rúsínur í deigið – það hefði gert gott brauð enn betra.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — PÁSKARBRAUÐPÁSKABRAUÐPANETTONE

🇺🇦

Úkraínskt páskabrauð – Paska – Великодня паска

1 bolli mjólk
1/3 bolli sykur og ½ tsk sykur
1/3 bolli volgt vatn
3 tsk þurrger
5 b hveiti (skipt upp)
2 stór þeytt egg
60 gr brætt smjör
1 msk salt

Eftir smekk, bætið við rúsínum, vanillu eða sítrónuberki.

Ofan á:
1 egg slegið saman með 2 msk vatni

Hitið mjólkina og takið af hellunni. Leysið ½ tsk af sykri upp í volgu vatninu í hrærivélarskálinni og dreifið gerinu yfir. Látið standa í 10 mín.

A til vinstri. B til hægri

A. Bætið mjólkinni við ásamt 2 b hveiti og hrærið vel saman. Setjið disk yfir og látið lyfta sér þar til blandan er létt og komnar bólur á yfirborðið.

B. Bætið nú við 2 eggjum (einu í einu), 1/3 b sykri, bræddu smjöri, salti og 3 b hveiti (1 b í einu). Setjið vörn yfir vélina og farið hægt af stað, svo að hveitið gusist ekki upp í loft. Best er að gangsetja og slökkva strax til skiptis. Bætið meira hveiti við ef deigið losnar ekki frá skálinni, kannski ½ bolla.

🇺🇦

Páskabrauðsdeig

Setjið disk yfir skálina og leyfið deiginu að tvöfaldast. Sláið niður og setjið 2/3 af deiginu í stórt kökuform, en notið afganginn í slaufur, rósir eða hvað sem hugurinn girnist.

Hendið þurrkustykki yfir og leyfið deiginu að tvöfaldast. Penslið með eggjablöndunni og setjið í 200°C heitan ofn í 15 mín.

🇺🇦

Fléttið brauðlengjurnar og setjið yfir deigið í forminu

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — PÁSKARBRAUÐPÁSKABRAUÐ

ÚKRAÍNSKT PÁSKABRAUÐ

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.