Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum bökuð epli úkraína úkraínskur matur. valhnetur apríkósur rúsínur
Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum – Запечені яблука з горіхами, родзинками та курагою

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

Það er alveg ómótstæðilegt þegar þessi girnilegi úkraínski eplaeftirréttur byrjar að ilma úr ofninum, fyllt epli með valhnetu-rúsínu- apríkósublöndu, kanil og vanillu. Þetta er líka alveg dandalafínt með sunnudagskaffinu og við höfðum náttúrlega þeyttan rjóma með. Ætli við séum ekki eina þjóðin, fyrir utan kannski Dani, sem notar rjóma með tertum og eftirréttum sundur og saman. Það er líka hrikalega gott, slurp.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — EPLIVALHNETURKANILLEFTIRRÉTTIRAPRÍKÓSURBÖKUÐ EPLI

🇺🇦

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

3 epli
1/2 dl saxaðar valhnetur
2 msk rúsínur
1 dl saxaðar apríkósur
1 msk hunang
1/2 tsk kanill
1/2 tsk vanilla

Hreinsið kjarnann úr eplunum en skiljið neðsta partinn eftir.
Blandið saman valhnetum, rúsínum, apríkósum, hunangi, kanil og vanillu.
Setjið blönduna í eplin, raðið þeim í eldfast form, hellið 1/2 b af vatni í formið.
Bakið við 180°C þangað til eplin eru orðin mjúk. Ausið safanum yfir eplin einu sinni eða tvisvar á meðan á bökunni stendur.

Til að koma í veg fyrir að eplin yrðu dökk að innan kreisti ég sítrónusafa í þau.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — EPLIVALHNETURKANILLEFTIRRÉTTIRAPRÍKÓSURBÖKUÐ EPLI

OFNBÖKUÐ EPLI

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.