Auglýsing
Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum bökuð epli úkraína úkraínskur matur. valhnetur apríkósur rúsínur
Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum – Запечені яблука з горіхами, родзинками та курагою

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

Það er alveg ómótstæðilegt þegar þessi girnilegi úkraínski eplaeftirréttur byrjar að ilma úr ofninum, fyllt epli með valhnetu-rúsínu- apríkósublöndu, kanil og vanillu. Þetta er líka alveg dandalafínt með sunnudagskaffinu og við höfðum náttúrlega þeyttan rjóma með. Ætli við séum ekki eina þjóðin, fyrir utan kannski Dani, sem notar rjóma með tertum og eftirréttum sundur og saman. Það er líka hrikalega gott, slurp.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — EPLIVALHNETURKANILLEFTIRRÉTTIRAPRÍKÓSURBÖKUÐ EPLI

🇺🇦

Bökuð epli fyllt með valhnetum, rúsínum og apríkósum

3 epli
1/2 dl saxaðar valhnetur
2 msk rúsínur
1 dl saxaðar apríkósur
1 msk hunang
1/2 tsk kanill
1/2 tsk vanilla

Hreinsið kjarnann úr eplunum en skiljið neðsta partinn eftir.
Blandið saman valhnetum, rúsínum, apríkósum, hunangi, kanil og vanillu.
Setjið blönduna í eplin, raðið þeim í eldfast form, hellið 1/2 b af vatni í formið.
Bakið við 180°C þangað til eplin eru orðin mjúk. Ausið safanum yfir eplin einu sinni eða tvisvar á meðan á bökunni stendur.

Til að koma í veg fyrir að eplin yrðu dökk að innan kreisti ég sítrónusafa í þau.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — EPLIVALHNETURKANILLEFTIRRÉTTIRAPRÍKÓSURBÖKUÐ EPLI

OFNBÖKUÐ EPLI

🇺🇦

Auglýsing