
Ítalskur matur er einstaklega góður og hressandi að hitta fólk sem er nýkomið frá Ítalíu, er heillað af matnum og hefur farið hamförum í ítölskum sælkerabúðum.
Ragnheiður Aradóttir vinkona mín hjá Proevents og Procoaching er nýkomin úr Ítalíuheimsókn. Hún gerði reyfarakaup í sælkerabúðum og við nutum góðs af – sérvalið pasta og sælkeratruffluvörur – hreinasti unaður.

🇮🇹
— RAGNHEIÐUR ARADÓTTIR — PASTA — ÍTALÍA — TRUFFLUR — PARMESAN — EFTIRRÉTTIR — ROYALBÚÐINGUR — TRUFFLUSVEPPIR
🇮🇹

Ítalskt pasta með trufflupestói
Sjóðið pastað (Trofie pasta) eftir leiðbeiningum á pakkningunni. Hellið soðinu af og bætið við trufflupestói. Rífið Parmesan ost yfir.
Berið fram með snittubrauði, ólífuolíu og balsamik


🇮🇹
— RAGNHEIÐUR ARADÓTTIR — PASTA — ÍTALÍA — TRUFFLUR — PARMESAN — EFTIRRÉTTIR — ROYALBÚÐINGUR — TRUFFLUSVEPPIR
— ÍTALSKT PASTA MEÐ TRUFFLUPESTÓI —
🇮🇹