Ítalskt pasta með trufflupestói

Ítalskt pasta með trufflupestói trufflur pestó ragnheiður aradóttir ragga ara
Ítalskt Trofie pasta með Savini tartufi trufflupestói

Ítalskur matur er einstaklega góður og hressandi að hitta fólk sem er nýkomið frá Ítalíu, er heillað af matnum og hefur farið hamförum í ítölskum sælkerabúðum.

Ragnheiður Aradóttir vinkona mín hjá Proevents og Procoaching er nýkomin úr Ítalíuheimsókn. Hún gerði reyfarakaup í sælkerabúðum og við nutum góðs af – sérvalið pasta og sælkeratruffluvörur – hreinasti unaður.

Ítalskt Trofie pasta með Savini tartufi trufflupestói

🇮🇹

RAGNHEIÐUR ARADÓTTIRPASTAÍTALÍATRUFFLURPARMESANEFTIRRÉTTIRROYALBÚÐINGURTRUFFLUSVEPPIR

🇮🇹

Ragnheiður, Bergþór og Albert

Ítalskt pasta með trufflupestói

Sjóðið pastað (Trofie pasta) eftir leiðbeiningum á pakkningunni. Hellið soðinu af og bætið við trufflupestói. Rífið Parmesan ost yfir.

Berið fram með snittubrauði, ólífuolíu og balsamik

Ragnheiður og Ari Freyr sonur hennar
Royalbúðingur. Áður en eftirrétturinn var borinn á borð var farið í samkvæmisleik. Við áttum að komast að með já og nei spurningum hvað væri í eftirrétt. Fengum aðeins að vita að þetta væri eftirréttur sem hefði fylgt íslendingum um langa tíð. Mjög skemmtilegur leikur hjá Ara Frey sem sá um eftirréttinn.

🇮🇹

RAGNHEIÐUR ARADÓTTIRPASTAÍTALÍATRUFFLURPARMESANEFTIRRÉTTIRROYALBÚÐINGURTRUFFLUSVEPPIR

ÍTALSKT PASTA MEÐ TRUFFLUPESTÓI

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa - DSC01800

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum. Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat - súpur eru sko líka matur :)

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.