Dásamlegt messukaffi Dómkórsins

-- DÓMKIRKJAN -- MESSUKAFFI -- PÁSKAR -- PÁSKATERTUR -- TERTUR -- GESTGJAFINN -- PÁLÍNUBOÐ -- HÁTÍÐLEGT -- Dómkórinn við kaffihlaðborðið að morgni páskadags. Messukaffi er dásamlegur siður sem má alls ekki leggjast af :) kári þormar dómkórinn í reykjavík dómkirkjan kór messukaffi
Dómkórinn við kaffihlaðborðið að morgni páskadags. Messukaffi er dásamlegur siður sem má alls ekki leggjast af 🙂

Dásamlegt messukaffi Dómkórsins 

Eitthvert veglegasta messukaffi sem ég hef augum litið er hjá Dómkórnum að morgni páskadags. Hefð er fyrir morgunmessu klukkan átta og önnur er klukkan 11. Þess á milli bjóða kórmeðlimir hver öðrum upp á góðgæti. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann gerðum við páskamessukaffinu skil í blaðinu árið 2004 (sjá neðst).

Dómkórinn eflist með ári hverju undir stjórn Kára Þormars og næstkomandi október stendur fyrir dyrum flutningur á h-mollu messu Bachs. En ljóst er að meðlimum kórsins er fleira til lista lagt en söngur, fjölbreytnin í kaffimeðlæti, bragðgæðin og fegurðin – allt gerir þetta hátíðakaffið ógleymanlegt.

Gleðilega páska.

🐣

DÓMKIRKJANMESSUKAFFIPÁSKARPÁSKATERTURTERTURGESTGJAFINNPÁLÍNUBOÐHÁTÍÐLEGT

🐣

Bergþór, Páll og Albert á tröppum Dómkirkjunnar að morgni páskadags.
Hluti af kaffihlaðborði Dómkórsins

Skyrterta formannsins stjórnar Dómkórsins Sigurðar Þórs Baldvinssonar

Skyrterta formannsins

Í tertuna þarf:
½ l. rjóma
Stóra dós af KEA vanilluskyri (500 gr.)
Litla dós af KEA hreinu skyri (200 gr.)
2 pakka af Haust, Grahams kexi (hafrakexi, 450 gr.).
2-3 blöð af matarlími, t.d. Husblas.
Einn þriðji af suðusúkkulaðiplötu (33 og 1/3 gr.)
200 g smjör.
1 egg.
Jarðarber.
Bláber.
Vatn

Áhöld: Hrærivél, t.d KitchenAid með æþiðviðitið ekki þeytara og ekki hnoðara heldur þessu sem er mitt á milli, svona hvít sterkleg hrærigræja. – Góð sleikja – Hraðsuðuketill/kanna. – Vænt fat, t.d. eldfast mót ca. 40 x 25 sm. stórt.

Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í lítilli skál eða stórum bolla.
Bræðið smjörið og súkkulaðið saman, t.d. í örbylgjuofni í hentugu íláti, með loki eða eldhúspappír ofan á.
Myljið kexið gróflega ofan í hrærivélarskálina. Það getur verið þægilegt að mylja það í plastinu, en þó í smærri skömmtum.
Hellið bráðna smjörinu yfir kexið í skálinni, breiðið diskaþurrku yfir vélina og látið hana um að fínmala kexið og blanda því saman við smjörið og súkkulaðið.
Hellið kalda vatninu af matarlímsblöðunum, sem nú eru orðin mjúk. Hellið rúmlega botnfylli af sjóðandi heitu vatni yfir matarlímsblöðin í bollanum og hrærið þangað til komið er fljótandi lím.
Nú ætti kexið fyrir botninn að vera tilbúið. Hellið því úr skálinni í fatið/formið/mótið. (Felið aðstoðarkokkinum að þvo skálina, því það þarf að nota hana strax aftur). Formið kexið í botninn og hliðarnar þannig að tertubotninn sé jafn þykkur alls staðar.
Þeytið helminginn af rjómanum, (1/4 l.).
Bætið eggi, vanilluskyri og hreinu skyri út og hrærið varlega.
Hellið matarlíminu út í með hrærivélina á hægustu stillingu.
Hellið skyrblöndunni í formið og dreifið úr henni þannig að hún sé jöfn. Setjið í kæliskáp til að láta stirðna.
Skerið jarðarberin í geira. Hafið þá álíka svera og bláberin.
Þeytið afganginn af rjómanum.
Þegar kakan er orðin mátulega stirð, smyrjið þá rjómanum ofan á hana og skreytið með jarðarberjum og bláberjum.
Berið fram með rjúkandi kaffi og brosi á vör.

Ása Briem kom með bananabrauð „Dóttir mín 11 ára kenndi mér þessa uppskrift, en hún bakar þetta dásamlega bananabrauð iðulega fyrir heimilisfólkið. Einföld og skotheld uppskrift 😊

Bananabrauð

3 vel þroskaðir bananar
60 g brætt smjör
1 egg
120 g sykur
1 tsk vanilludropar
250 g hveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
150 ml ab-mjólk.

Stappið banananana – gott er að mauka þá ekki alveg fullkomlega, heldur hafa maukið svolítið „klumpað“.
Bræðið smjörið og blandið saman við bananamaukið – ásamt eggi, sykri og vanilludropum.
Blandið saman í aðra skál hveiti, salti, matarsóda og kanil og blandið svo öllu saman saman.
Hellið að síðustu ab-mjólkinni út í og blandið rólega.
Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu í formið.
Bakið brauðið í 45-60 mínútur í 175°C  – takið stöðuna með því að stinga hnífi í. Ef deigið loðir ekki við hnífinn er brauðið tilbúið!

Döðlu- og súkkulaðiterta með bananarjóma sem Bergþóra Njála Guðmundsdóttir kom með og er af Gottímatinn

Döðlu- og súkkulaðiterta með bananarjóma

Döðlu- og súkkulaðibotnar:
4 stk. egg
100 g púðursykur
100 g sykur
200 g döðlur, saxaðar
200 g súkkulaði, saxað
125 g hveiti

Bananarjómi:
4 dl rjómi
1 stk. stór banani, stappaður

Súkkulaðikrem:
150 g suðusúkkulaði
1 dl rjómi
1 msk. síróp

Skraut:
lítil páskaegg, í bitum
cadbury mini eggs

Döðlu- og súkkulaðibotnar
Ofn hitaður í 180 gráður með blæstri. Tvö hringlaga form smurð vel og bökunarpappír settur í botninn.
Döðlur og súkkulaði smátt saxað og hveitinu blandað saman við.
Egg og sykur þeytt mjög vel saman þar til blandan er ljós og létt.
Hveiti, súkkulaði og döðlum blandað varlega saman við eggjablönduna með sleif.
Hellt í formin og bakað í 15-20 mínútur.
Kælt aðeins, svo losað úr formunum og svo kælt alveg.

Bananarjómi
Leggið annan botninn á kökudisk.
Þeytið rjómann og blandið stöppuðum banananum saman við rjómann.
Smyrjið ofan á botninn og leggið hinn botninn ofan á.

Súkkulaðikrem
Bræðið allt saman í potti við vægan hita.
Kælið aðeins og hellið svo yfir.
Dreifið úr kreminu þannig að það leki aðeins niður hliðarnar á tertunni.
Skreytið með litlum páskaeggjabrotum og liltu súkkulaðifylltueggjunum frá Cadbury.
Geymið tertuna í ísskáp í 2-3 klst. áður en hún er borin fram.

Túnfiskrúllur, skreytt með jarðarberjum og steinselju sem Halldóra Björk Friðjónsdóttir kom með.

Túnfiskrúllur , skreytt með jarðarberjum og steinselju

Hér er ósköp einföld en vinsæl túnfisk rúllubrauðterta skreytt með jarðarberjum og steinselju til að gleðja augað og laða gesti til sín 🙂

Í tvær rúllubrauðtertur þarf:

2 rúllutertubrauð frosin

Salatið:
4 dósir túnfiskur, mér finnst best að nota túnf. í olíu
Majones bara svona eins og tilfinningin segir
1/2 smátt saxaður laukur
1-2 gul epli smàtt skorin
Ný malaður svartur pipar , og alls ekki spara hann.

Til að smyrja og skreyta:
18% sýrður rjómi, ca ein dolla á hverja rúllu
Jarðarber
Steinselja

Besta er að það er svo dásamlega þægilegt að geta skellt salatinu i rúllurnar án þess að skreyta , sett plastið sem fylgir með þeim síðan aftur utanum þær og búið um í ísskáp kvöldið áður t.d. þegar mikið mæðir á húsfrúnni eða föðurnum og svo bara taka út og skreyta daginn eftir áður en gesti ber að garði.

Skonsubrauðtertan sem Hugrún Inga Ingimundardóttir kom með

Hugrún Inga Ingimundardóttir kom með skonsubrauðtertu: Gaman að þú skyldir taka mynd af skonsutertunni minni, og ennþá skemmtilegra að hugmyndin kom frá þér😄
Þetta er líka æskuminning hjá mér en mamma gerði oft svona köku þegar ég var krakki heima í sveitinni og var þá með mismunandi salat á henni, þetta var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ég geri oft skonsur og þá yfirleitt eggjasalati eða túnfisksalat með, og svo þegar ég sá skonsutertuna þína um daginn þá, ákvað ég að gera svona fyrir Dómkórskaffið”
Uppskrift: SKONSUBRAUÐTERTA

Anna Þóra Benediktsdóttir setti á pinna kirsuberjatómat, basilikublað og mozzarellaost í kúlum.
ég kom með spari morgunmat, besta sem ég fæ þegar ég á afmæli. Melónur og hráskinku. Mér finnst best að hafa bæði gula og appelsínugula melónu af því að þær passa báðar svo vel með skinkunni en líka af því að það er svo fallegt að hafa þær báðar. Ég setti svo ristaðar furuhnetur, spínat og uppáhalds ostinn minn, Prima Donna sem ég skar yfir með ostaskera. Kveðja Kristbjörg Ingimundardóttir
Anna Jórunn Stefánsdóttir kom með heilsudöðlukaka sem er án sykurs og hveitis

Döðlukaka ( án sykurs og hveitis)

125 g möndlur
3 egg
3 þroskaðir bananar
¼ bolli olía (eða minna)
1 tsk. salt
2 tsk. sódaduft
1 msk. kanill
Allt maukað saman í blandara
1 ½ bolli rifnar gulrætur og
1 bolli brytjaðar döðlur hrært saman við

Bakið við 180 C í 25 mín.
Gott að hafa þeyttan rjóma með

Telma Rós Sigfúsdóttir kom með Konfektköku. „Ég fékk þessa einföldu og góðu uppskrift hjá tengdamóður minni þegar og ég var að undirbúa tvítugsafmæli mitt í byrjum búskapar okkar skötuhjúa”

Konfektkaka

150 g smjör
150 g suðusúkkulaði
2 dl sykur
3 egg
1 dl hveiti
1 dl hakkaðar möndlur
1 tsk kaffi

Smjörið og suðusúkkulaðið brætt á lágum hita og hellt í skál. Hræra sykrinum saman við, síðan eggjunum (einu í senn) og að lokum hveitinu, möndlunum og kaffinu. Hrærunni hellt í smurt form og bökuð við 180°C í 25-30 mín. Ofan á kökuna fer 100 g brætt suðusúkkulaði. Berist fram með rjóma.

 

Grænmetisbrauð sem Þórdís Sigurðardóttir kom með

Grænmetisbrauð

Heilt brauð (skorpan skorin af)
400 gr. Majonese
1 dós sýrður rjómi
1/2 dós ananaskurl

Hrært saman, sett í 2 skálar

300 g Rækjur settar í aðra skálina

Í hina er sett:
1/2 gúrka
3-4 tómatar (taka kjarnann úr)
2-3 paprikkur (helst rauð eða gul til að hafa réttinn meira litskrúðugan)
Púrrulaukur

Brauðið er sett í botn á djúpu fati. Þar ofaná er sett grænmetisjukk, síðan aftur brauð, þá rækjusalatið og efst grænmetisjukk.

 

Kristbjörg Ingimundardóttir kom með spari morgunmat – melónur og hráskinku „besta sem ég fæ þegar ég á afmæli. Melónur og hráskinku. Mér finnst best að hafa bæði gula og appelsínugula melónu af því að þær passa báðar svo vel með skinkunni en líka af því að það er svo fallegt að hafa þær báðar. Ég setti svo ristaðar furuhnetur, spínat og uppáhalds ostinn minn, Prima Donna sem ég skar yfir með ostaskera”
Greinin um Dómkórinn í Gestgjafanum

🐣

DÓMKIRKJANMESSUKAFFIPÁSKARPÁSKATERTURTERTURGESTGJAFINNPÁLÍNUBOÐHÁTÍÐLEGT

DÁSAMLEGT MESSUKAFFI DÓMKÓRSINS

🐣

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.