Mangóterta – algjörlega mögnuð terta

Mangóterta mangó terta hrákaka hráfæði raw cake mango cake páskaterta páskatertur ísterta hálffrosin terta
Mangóterta. Hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt og bera fram ljúffenga og frískandi mangótertu?

Mangóterta – létt og frískandi

Bjartur litur og ferskt bragð eru góð leið til að fagna vorinu og gefa veislunni ofurlítið suðrænan blæ. Ætli megi ekki tala um sólríkt bragð af þessari mangótertu, enda er hún vinsæl hjá öllum, sem eru hrifnir af ístertum. Þetta er hollur eftirréttur eða kaffimeðlæti sem ekki þarf að baka – gott að bera hana fram hálf frosna, má ekki vera harðfrosin og ekki þiðin. Ljúffeng og fersk mangóterta.

HRÁTERTURTERTURMANGÓHRÁFÆÐIPÁSKARPÁSKATERTUR

.

Mangóterta – létt og frískandi

Botn:

1 b kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 10-15 mín)
1 b möndlur
1/2 b döðlur
1/4 tsk sjávarsalt.

Fylling:

2 stór þroskuð mangó, afhýdd og skorin í teninga
1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 10-15 mín)
3/4 bolli kókosrjómi
1/2 bolli kókosolía, brætt
1 msk hlynsíróp
Safi úr 1 sítrónu
1 tsk vanilla.

Botn: Hellið vatninu af kasjúhnetum og setjið þær í matvinnsluvél ásamt möndlum, döðlum og salti og maukið.
Þrýstið deiginu í botninn á springformi.
Setjið mangó í matvinnsluvél ásamt kasjúhnetum (hellið vatninu af þeim), kókosrjóma, kókosolíu, sírópi, sítrónusafa og vanillu. Maukið þar til verður slétt og rjómakennt.
Hellið fyllingunni yfir botninn og sléttið.
Kælið kökuna í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Eða frystið hana og berið fram hálffrosna.

Ljúffeng og frískandi mangóterta – Njótið !

HRÁTERTURTERTURMANGÓHRÁFÆÐIPÁSKARPÁSKATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp. Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp :)

Hvernig á að undirbúa sig fyrir mesta smákökuát allra tíma?

Í dag tók ég þátt í að velja bestu smákökurnar í smákökusamkeppni Kornax. Það var sem sagt megasykursukk eftir hádegið. Allt tókst þetta nú vel en álagið fyrir sykurlítinn líkama er þónokkuð. Til að undirbúa mig sem best skrifaði ég Betu næringarfræðingi og fékk hjá henni ráð eins og sjá má hér í viðhengi

Óla rúgbrauð

Rúgbrauð með marineraðri síld. Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins og Jóni

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins. Heiðurshjónin Íris Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson buðu í undurgóða saffranveislu. Íris segir að persneskt eða íranskt eldhús hafi þá sérstöðu að flestallt er hægeldað.