Rossini matgæðingur og tónskáld

Gioachino Rossini Turnbauti Rossinis, Tournedos alla TRUFFLUSVEPPIR Rossini Antonin Carême, má nefna: Rjúpusúpan Macaroni alla Rossini Velouté Rossini, kjúklingasúpa með gæsalifrarsmjöri Rossini kokteillinn, freyðivín með jarðarberjum Risotto alla Rossini, soðið í kampavíni með gæsalifur og nautatungu Lúruflak alla Rossini, sem er fiskur í eigin soði með foie gras, skalottulauk og trufflum. Cannelloni alla Rossini fylltir með kálfahakki blönduðu eggjarauðu, rjóma, ricotta, rifnum parmesan, kanel, og spínati. Þetta er svo soðið í sósu úr tómötum, jafningi hellt yfir og parmesan. Gateau di fagiano alla Rossini, fyllt fasanabrjóst með foie gras og kryddjurtum Rossini fylltur kalkúnn með beikoni og trufflum Coupe Rossini eftirrétturinn, þar sem ladyfingers eru settar í botninn á glasi, síðan ýmis ber og mascarpone Lina Pagliughi Þuríður Pálsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes Gioachino Rossini's Macaroni Rakarinn frá Sevilla parís Frakkland ítalía La calunnia „The Epicurean“ eða „L'Utile et le Doux“ Père Lachaise lúra tónskáld ópera óperur
Rossini var þekktur fyrir glæsilegar matarveislur sínar. Hann bauð vinum, tónlistarmönnum og þekktum persónum úr lista- og matreiðsluheiminum og kunni vel þá list að skapa létt og ánægjulegt andrúmsloft.

Rossini matgæðingur og tónskáld

Ítalska tónskáldið Gioachino Rossini var ekki bara frægur fyrir óperur sínar, hann var mikill matgæðingur og á sinni tíð þekktur sem slíkur – ekki síður en tónskáld. Frægasti rétturinn sem við hann er kenndur er Turnbauti Rossinis, Tournedos alla Rossini, sem er smjörsteikt nautasteik, borin fram á brauði með vænni sneið af andalifrarkæfu, trufflusveppum og Madeirasósu.

Af öðrum þekktum réttum sem kenndir eru við Rossini, sumum ættuðum frá vini hans og kokki, Antonin Carême, má nefna:
Rjúpusúpan Macaroni alla Rossini
Velouté Rossini, kjúklingasúpa með gæsalifrarsmjöri
Rossini kokteillinn, freyðivín með jarðarberjum
Risotto alla Rossini, soðið í kampavíni með gæsalifur og nautatungu
Lúruflak alla Rossini, sem er fiskur í eigin soði með foie gras, skalottulauk og trufflum.
Cannelloni alla Rossini fylltir með kálfahakki blönduðu eggjarauðu, rjóma, ricotta, rifnum parmesan, kanel, og spínati. Þetta er svo soðið í sósu úr tómötum, jafningi hellt yfir og parmesan.
Gateau di fagiano alla Rossini, fyllt fasanabrjóst með foie gras og kryddjurtum
Rossini fylltur kalkúnn með beikoni og trufflum
Coupe Rossini eftirrétturinn, þar sem ladyfingers eru settar í botninn á glasi, síðan ýmis ber og mascarpone

ÓPERU…NAUTASTEIKURFOIE GRASÍTALÍAPARÍSPASTATRUFFLUSVEPPIR

.

Gioachino Rossini

Þess má geta að kólóratúr-söngkonan Lina Pagliughi var langafabarn Rossinis, en hún leiðbeindi nokkrum íslenskum óperusöngvurum, svo sem Þuríði Pálsdóttur, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Garðari Cortes og fleirum.

Rossini var mikill húmoristi og gleðimaður og bera óperur hans þess glöggt merki. Hann var óhemju afkastamikill, samdi 40 óperur á 20 árum. Þá flutti hann til Parísar, kominn hátt á fertugsaldur og sneri sér að áhugamálinu sínu, matargerð. Hann naut lífsins í París, en þar bjó hann til dauðadags árið 1868, 76 ára að aldri.

Gioachino Rossini’s Macaroni

Hann hafði ekki bara mikinn áhuga á að borða góðan mat, hann var frábær kokkur sjálfur og naut þess að gera tilraunir í eldhúsinu. Hann hafði sérstakt dálæti á matargerð heimalands síns, Ítalíu og dedúaði við hefðbundna ítalska rétti og hráefni, svo sem pasta, risotto, trufflur og ýmsa sérrétti.

Í París heillaðist hann af franskri matargerð, tileinkaði sér hana og var reglulegur gestur á betri veitingastöðum borgarinnar. Svo er að sjá að matarástríða Rossinis hafi smitað matreiðslumenn í París. Hann hvatti þá til dáða og gaf góð ráð og Rossini stíll í matreiðslu er þekktur.

Mataráhugi Rossinis rataði stundum inn í tónsmíðar hans. Í óperunni Rakaranum frá Sevilla er fræg aría þekkt sem “La calunnia,” þar sem persónan Basilio líkir slúðri við illa kryddaða sósu.

Þá skrifaði hann matreiðslubók sem heitir „The Epicurean“ eða „L’Utile et le Doux“ á frönsku. Í bókinni eru uppáhaldsuppskriftirnar, sem bera innsýn hans, þekkingu og ástríðu fyrir góðum mat vitni.

Rossini var þekktur fyrir glæsilegar matarveislur sínar. Hann bauð vinum, tónlistarmönnum og þekktum persónum úr lista- og matreiðsluheiminum og kunni vel þá list að skapa létt og ánægjulegt andrúmsloft.

Rossini var einnig þekktur fyrir ummæli sín um lífsins lystisemdir:
„Maður getur lifað án tónlistar, en ekki án þess að borða,”
„Að borða, elska, syngja og melta eru í raun og veru fjórir þættir grínóperunnar sem kallast lífið og þeir líða eins og loftbólur úr kampavínsflösku.”
„Til að eiga gott líf þarf góðan mat, gott vín og gott fólk.“
„Ég hef alltaf sagt að til að vinna heiminn sé nóg að kunna að elda.“
„Maður getur ekki hugsað vel, elskað vel, sofið vel ef maður hefur ekki borðað vel.“

Rossini lést í París 1868 og grafhýsi hans er í Père Lachaise kirkjugarðinum.

ÓPERU…NAUTASTEIKURFOIE GRASÍTALÍAPARÍSPASTATRUFFLUSVEPPIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.